Enski miðjumaðurinn Jonjo Shelvey er búinn að skipta yfir til Dúbaí þar sem hann skrifar undir samning við Arabian Falcons FC.
Shelvey er 33 ára gamall og fer til félagsins á frjálsri sölu eftir að hafa runnið út á samningi hjá Burnley í sumar.
Shelvey, sem er enn í dag yngsti markaskorari í sögu Charlton Athletic, lék meðal annars fyrir Liverpool og Newcastle United í ensku úrvalsdeildinni. Auk þess lék hann 6 A-landsleiki fyrir Englands hönd eftir að hafa verið mikilvægur hlekkur upp yngri landsliðin.
Shelvey getur búist við að sinna mikilvægu hlutverki á miðjunni hjá arabísku fálkunum, sem er nýlega stofnað félag og leikur í næstefstu deild í Sameinuðu arabísku furstadæmunum.
Shelvey klæðist treyju númer 53 hjá félaginu og lék sinn fyrsta leik núna á laugardaginn. Það var hans fyrsti keppnisleikur síðan í mars.
Arabian Falcons er þriðja félagið sem Shelvey leikur fyrir á árinu.
Athugasemdir