Real Madrid vill tvo leikmenn Chelsea - Man Utd hefur áhuga á Vlahovic - Bernardo Silva íhugar að fara til Sádi-Arabíu næsta sumar
   mán 29. september 2025 17:30
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Kom vel inn í lið Hauka og skiptir alfarið til félagsins (Staðfest)
Mynd: Haukar
Haukar greindu frá því í gær að Sigurður Hrannar Þorsteinsson væri búinn að skrifa undir samning við félagið en hann gekk í raðir þess á láni frá Kára í sumarglugganum.

Skagamaðurinn, sem er fæddur árið 2000, skoraði fimm mörk í níu leikjum í 2. deild og hefur nú skrifað undir þriggja ára samning á Ásvöllum. Alls endaði hann með tíu mörk í deildinni því hann skoraði líka fimm mörk fyrir Kára fyrri hlutann.

Á ferli sínum hefur Sigurður leikið með Gróttu, ÍA, Ægi og Völsungi og skorað 50 mörk í 166 leikjum.

Haukar greindu einnig frá því að varnarmaðurinn efnilegi, Andri Steinn Ingvarsson, sem er uppalinn hjá Haukum, hefði framlengt sinn samning og er nú samningsbundin út 2028.

Athugasemdir