Klukkan 19:15 tekur Stjarnan á móti Víkingi í risaleik umferðarinnar. Fjögur lið skilja liðin að á toppi Bestu deildarinnar þegar tólf stig eru í pottinum.
Við settum saman líkleg byrjunarlið liðanna í kvöld. Byrjum á liði heimamanna.
Við settum saman líkleg byrjunarlið liðanna í kvöld. Byrjum á liði heimamanna.
Lestu um leikinn: Stjarnan 0 - 0 Víkingur R.

Stjarnan endurheimtir þá Samúel Kára Friðjónsson og Guðmund Baldvin Nökkvason úr leikbanni. Við spáum því að þeir komi inn á miðjuna. Damil Dankerlui var ekki með á móti FH og við spáum því að Þorri Mar haldi stöðu sinni í hægri bakverðinum. Alex Þór Hauksson og Baldur Logi Guðlaugsson gera líka tilkall á að byrja. Fyrrum Víkingarnir, Andri Rúnar Bjarnason og Örvar Eggertsson, byrja í fremstu línu ásamt Benedikt Warén.

Óskar Borgþórsson verður í leikmannahópi Víkings í leiknum, hann er allavega klár í slaginn - það kom fram á Instagram reikningi Víkings í gær. Við spáum því að hann komi inn í byrjunarliðið frá leiknum gegn Fram. Við spáum því að hann kom inn fyrir Viktor Örlyg Andrason og að Sveinn Gísli Þorkelsson komi inn fyrir Davíð Örn Atlason eða Helga Guðjónsson.
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 23 | 13 | 6 | 4 | 49 - 28 | +21 | 45 |
2. Valur | 24 | 12 | 5 | 7 | 54 - 38 | +16 | 41 |
3. Stjarnan | 23 | 12 | 5 | 6 | 43 - 35 | +8 | 41 |
4. Breiðablik | 24 | 9 | 9 | 6 | 39 - 37 | +2 | 36 |
5. FH | 24 | 8 | 8 | 8 | 42 - 36 | +6 | 32 |
6. Fram | 24 | 9 | 5 | 10 | 35 - 33 | +2 | 32 |
Athugasemdir