Brynjar Björn: Öll liðin eiga möguleika á umspilssæti
Andri Lucas: Þeir sýndu aðeins meiri lit
Kristian Hlyns: Erfitt að fá byrjunarliðssæti í þessu liði
Hákon Arnar: Geggjaður gæi og geggjaður leikmaður
Ísak Bergmann: Svo auðvelt að spila með Alberti
Jói Berg: Frábært afrek fyrir mig og mína fjölskyldu
Albert: Galið hvað ég var með stórt útisvæði til að halda partí
„Rómantíkusinn í Arnari Gunnlaugssyni“
Agla María: Eigum fullt erindi í þetta lið
Þjálfari Fortuna: Því ætla ég ekki að svara
Nik: Ég hef heyrt að hann sé hræðilegur
Karólína kenndi stuðningsmönnum Inter íslenskan frasa
Guðlaugur Victor: Megum alls ekki halda að þetta verði auðvelt
Agla María: Höfum tækifæri til þess að skrifa söguna hjá Breiðabliki
Nik: Viljum góðan leik, góða mætingu og úrslit sem setja okkur í góða stöðu fyrir seinni leikinn
Davíð Smári: Hrós fyrir mig og félagið að Eiður vilji taka þátt í þessu verkefni
Vildi vinna áfram með Davíð - „Ekkert heillaði mig jafn mikið"
Sjáðu það helsta úr spænska: Þrenna Lewandowski bjargaði Barcelona
Sjáðu það helsta úr ítalska: Albert skoraði og De Gea með furðulega tilburði
Sverrir Ingi lærir af Rafa Benítez: Maður spilar ekki endalaust
   mán 29. september 2025 22:19
Kári Snorrason
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Sölvi Geir Ottesen er einum sigri frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari Víkings.
Sölvi Geir Ottesen er einum sigri frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur er skrefi nær Íslandsmeistaratitlinum eftir sigur á Stjörnunni fyrr í kvöld. Liðið er nú með sjö stiga forskot þegar þrjár umferðir eru eftir. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var að vonum ánægður að leik loknum og ræddi við Fótbolta.net.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 Víkingur R.

„Þetta var risastór sigur. Það voru miklar tilfinningar í þessum leik, mikið undir og menn vissu hvernig þetta myndi líta út ef við myndum vinna. Miklar tilfinningar og maður sá það á spilinu. Þetta var mjög skemmtilegur leikur og var hádramatískur í lokin, hrikalega sætt.“ 

„Við erum vissulega komnir nær, við erum í góðri stöðu. Það eru samt sem áður níu stig í pottinum og við erum með sjö stiga forskot, þannig þetta er ekki komið. Við þurfum að ná okkur fljótt niður á jörðina og tökum FH í næsta leik.“ 

Við förum í þessa leiki og ætlum okkur að vinna þá. Við skuldum stuðningsmönnum okkar að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra. Það væri mjög sætt að vinna FH og vinna Íslandsmeistaratitilinn heima. Ég veit ekki hvort við fáum bikarinn en allaveganna að vinna titilinn fyrir framan okkar stuðningsmenn.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner