Real Madrid vill tvo leikmenn Chelsea - Man Utd hefur áhuga á Vlahovic - Bernardo Silva íhugar að fara til Sádi-Arabíu næsta sumar
Segir þetta varla gerast súrara - „Þú getur hringt í mig á morgun“
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Jökull óskar Víkingum til hamingju með titilinn: „Ekkert sálfræðistríð í því“
Gylfi: Ef við klárum þetta þá verður þetta sætara
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
Nacho Heras: Hugsaði jafnvel að ég ætti bara að gefast upp
Haraldur Freyr: Fann bara að orkan í okkur var frábær
Sindri Kristinn fullur þakklætis: „Ég er svo hamingjusamur að hafa náð þessu með félaginu mínu"
Hemmi Hreiðars: Held að fólk átti sig ekki á því
Dóri Árna: Svekkelsi að fá ekki betri stöður með útileikmann í markinu
Viktor Jóns: Með breytingum fara menn upp á tærnar
Björn Daníel líklega að hætta: Held það sé best að hætta á þessum nótum
   mán 29. september 2025 22:19
Kári Snorrason
„Skuldum stuðningsmönnunum að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra“
Sölvi Geir Ottesen er einum sigri frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari Víkings.
Sölvi Geir Ottesen er einum sigri frá því að vinna Íslandsmeistaratitilinn á sínu fyrsta tímabili sem aðalþjálfari Víkings.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Víkingur er skrefi nær Íslandsmeistaratitlinum eftir sigur á Stjörnunni fyrr í kvöld. Liðið er nú með sjö stiga forskot þegar þrjár umferðir eru eftir. Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var að vonum ánægður að leik loknum og ræddi við Fótbolta.net.


Lestu um leikinn: Stjarnan 2 -  3 Víkingur R.

„Þetta var risastór sigur. Það voru miklar tilfinningar í þessum leik, mikið undir og menn vissu hvernig þetta myndi líta út ef við myndum vinna. Miklar tilfinningar og maður sá það á spilinu. Þetta var mjög skemmtilegur leikur og var hádramatískur í lokin, hrikalega sætt.“ 

„Við erum vissulega komnir nær, við erum í góðri stöðu. Það eru samt sem áður níu stig í pottinum og við erum með sjö stiga forskot, þannig þetta er ekki komið. Við þurfum að ná okkur fljótt niður á jörðina og tökum FH í næsta leik.“ 

Við förum í þessa leiki og ætlum okkur að vinna þá. Við skuldum stuðningsmönnum okkar að taka á móti titlinum heima eftir tapið í fyrra. Það væri mjög sætt að vinna FH og vinna Íslandsmeistaratitilinn heima. Ég veit ekki hvort við fáum bikarinn en allaveganna að vinna titilinn fyrir framan okkar stuðningsmenn.

Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.


Athugasemdir
banner