Real Madrid vill tvo leikmenn Chelsea - Man Utd hefur áhuga á Vlahovic - Bernardo Silva íhugar að fara til Sádi-Arabíu næsta sumar
   mán 29. september 2025 18:23
Ívan Guðjón Baldursson
Byrjunarlið Everton og West Ham: Ward-Prowse skilinn eftir heima
Mynd: EPA
Mynd: West Ham
Everton tekur á móti West Ham United í síðasta leik sjöttu umferðar enska úrvalsdeildartímabilsins.

David Moyes mætir þar sínum fyrrum lærisveinum til fjögurra ára og verður spennandi að fylgjast með þessum slag.

Nuno Espírito Santo er á hliðarlínunni hjá West Ham en hann var aðeins ráðinn inn sem nýr þjálfari félagsins á laugardaginn.

Moyes notar sama byrjunarlið og tapaði Liverpool-slagnum naumlega um síðustu helgi, sem þýðir að hann gerir sjö breytingar frá tapleiknum gegn Wolves í deildabikarnum í miðri viku.

Nuno gerir aðeins tvær breytingar á byrjunarliði West Ham sem Graham Potter stillti upp um síðustu helgi. Soungoutou Magassa kemur inn á miðjuna í staðinn fyrir james Ward-Prowse, sem dettur úr hópnum án útskýringa, á meðan Niclas Füllkrug byrjar í fremstu víglínu í staðinn fyrir Callum Wilson.

Everton: Pickford; O'Brien, Tarkowski, Keane, Mykolenko; Gana, Garner, Dewsbury-Hall; Ndiaye, Beto, Grealish
Varamenn: Travers, Patterson, McNeil, Barry, Dibling, Coleman, Alcaraz, Aznou, Iroegbunam

West Ham: Areola; Walker-Peters, Mavropanos, Kilman, Diouf; Magassa, Fernandes, Paqueta; Bowen, Fullkrug, Summerville
Varamenn: Hermansen, Igor, Wilson, Guilherme, Rodriguez, Scarles, Potts, Irving, Marshall
Athugasemdir
banner
banner