Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
Freyr Sigurðsson: Viljum enda ofar og ná fimmta sætinu
Jökull: Per tímabil hefur enginn afrekað meira
Rúnar Kristins: Engin brjálæðisleg gulrót
Siggi Hall: Ég er búinn að æfa heima
Túfa um Sigga Lár: Það er ekki í neinum klúbbi ég eða þú
Haddi: Virkilega góður dagur fyrir KA
Kjartan Henry um þjálfarastöðu FH: Mér skilst að það sé búið að ráða í þá stöðu
Siggi Lár ósáttur við viðskilnaðinn: Ég er búinn að reyna að tala við stjórn Vals í allt sumar
Hallgrímur Mar: Var búinn að hugsa um þetta fyrr í leiknum
„Vorum á botninum og höfðum engu að tapa“
Hrannar Snær: Verðum að vona það besta
Segir markmann ÍBV hafa eiginlega kýlt sig og Láka saka sig um dýfur
„Bara eins og maður hafi verið stunginn"
Lárus Orri: Hélt ég myndi ekki standa skælbrosandi á KA vellinum eftir að hafa tapað 5-1
Eiður Aron að flytja suður - „Væri frábært að skilja við liðið í efstu deild og í Evrópukeppni"
Láki fékk rautt - „Finnst allt í lagi að manni sé sýnd virðing“
Jón Þór: Þá skiptir það ekki fokking máli
Óskar lætur stöðutöfluna ekki skilgreina líf sitt - „Sef vel á nóttunni og vakna glaður“
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
   sun 28. september 2025 19:06
Baldvin Már Borgarsson
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA var svekktur með tap sinna manna í Mosfellsbænum fyrr í kvöld, en KA menn spiluðu ágætis leik en mistök og slakur 6 mínútna kafli snéri leiknum algjörlega gegn þeim sem á endanum kostaði þá sigurinn.


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  2 KA

„Í fyrri hálfleik fannst mér við vera með öll tök á leiknum og mér fannst við geta gert 10% meira en við löbbum inn í hálfleik marki yfir og hefðum hæglega getað verið þremur mörkum yfir, skorum flott mark, Birnir kemst í góða stöðu og skýtur í stöng og Ingimar klúðrar dauðafæri á 1. mínútu.''


„Mér fannst seinni hálfleikurinn byrja mjög flott, við erum með allt control á leiknum en svo á einhverjum 6 mínútna kafla fáum við á okkur þrjú mörk, beint úr horni og skyndisóknir. Við vorum að verjast því mjög vel en svo koma tvö moment og þeir refsa mjög vel.''

Tönning fær á sig mark beint úr horni og hefði mátt gera betur í jöfnunarmarkinu líka að mati undirritaðs.

„Furðulegt hvernig boltinn fer inn beint úr horninu. Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna, ég þarf að sjá þetta betur en mér finnst við líka bara gefa þeim skyndisóknir og ekki verjast rétt áður en þeir komast í færið.''


Hallgrímur fer yfir margt fleira í spilaranum hér að ofan, meðal annars slaka byrjun á mótinu og stöðuna á Rasheed og Steinþóri Má markvörðum liðsins.


Athugasemdir
banner
banner