Erkifjendur á eftir Branthwaite - Atlético á eftir Greenwood - Tekur Potter við Man Utd?
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
Nacho Heras: Hugsaði jafnvel að ég ætti bara að gefast upp
Haraldur Freyr: Fann bara að orkan í okkur var frábær
Sindri Kristinn fullur þakklætis: „Ég er svo hamingjusamur að hafa náð þessu með félaginu mínu"
Hemmi Hreiðars: Held að fólk átti sig ekki á því
Dóri Árna: Svekkelsi að fá ekki betri stöður með útileikmann í markinu
Viktor Jóns: Með breytingum fara menn upp á tærnar
Björn Daníel líklega að hætta: Held það sé best að hætta á þessum nótum
Framtíð Heimis í óvissu: Ólíklegt að ég haldi áfram
Lárus Orri: Gripið inn í leikinn með skrítnum dómgæslum
Óskar Hrafn: Hlutir fara stundum öðruvísi en maður ætlar sér
Nablinn: Ekki til neitt sem heitir lokaður leikur þegar þú ert með Hemma sem þjáflara
Jón Kristinn: Þessir Spánverjar eru gull
Fjórði dómarinn ósammála dómaranum - „Hann bara þorði ekki að dæma“
Ingó Sig: Minnti mig á Ronaldinho gegn Englandi 2002
   sun 28. september 2025 19:06
Baldvin Már Borgarsson
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA var svekktur með tap sinna manna í Mosfellsbænum fyrr í kvöld, en KA menn spiluðu ágætis leik en mistök og slakur 6 mínútna kafli snéri leiknum algjörlega gegn þeim sem á endanum kostaði þá sigurinn.


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  2 KA

„Í fyrri hálfleik fannst mér við vera með öll tök á leiknum og mér fannst við geta gert 10% meira en við löbbum inn í hálfleik marki yfir og hefðum hæglega getað verið þremur mörkum yfir, skorum flott mark, Birnir kemst í góða stöðu og skýtur í stöng og Ingimar klúðrar dauðafæri á 1. mínútu.''


„Mér fannst seinni hálfleikurinn byrja mjög flott, við erum með allt control á leiknum en svo á einhverjum 6 mínútna kafla fáum við á okkur þrjú mörk, beint úr horni og skyndisóknir. Við vorum að verjast því mjög vel en svo koma tvö moment og þeir refsa mjög vel.''

Tönning fær á sig mark beint úr horni og hefði mátt gera betur í jöfnunarmarkinu líka að mati undirritaðs.

„Furðulegt hvernig boltinn fer inn beint úr horninu. Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna, ég þarf að sjá þetta betur en mér finnst við líka bara gefa þeim skyndisóknir og ekki verjast rétt áður en þeir komast í færið.''


Hallgrímur fer yfir margt fleira í spilaranum hér að ofan, meðal annars slaka byrjun á mótinu og stöðuna á Rasheed og Steinþóri Má markvörðum liðsins.


Athugasemdir
banner