Mainoo til Napoli? - Höjlund snýr ekki til baka í janúar - Þrír miðjumenn orðaðir við United - Spurs tilbúið að borga 70 milljónir punda
Davíð Snorri: Kjarninn góður en þó öflugir leikmenn utan hópsins
Lárus Orri hæstánægður: Hann er ekkert að koma heim til þess að slaka á
Davíð Smári: Markmiðið var að vera í efstu deild
Arnar: Þarf lítið til svo allt fari til fjandans
„Stórt að einn besti hafsent deildarinnar velji að spila fyrir okkur"
Auðveld ákvörðun að velja Grindavík/Njarðvík - „Væri til í að byrja á morgun"
Hlín Eiríks: Kíktum í balletkennslu í gær í staðinn fyrir æfingu
Steini: Hún er bara orðin gömul og þreytt
Thelma Karen: Gærdagurinn eitt mesta bull sem ég hef lent í á ævinni
Emilía Kiær: Geggjaður bónus að geta fengið sitt fyrsta landsliðsmark
Birnir Snær: Það er alvöru framleiðsla í Garðabænum
Sjáðu það helsta úr ítalska: Napoli fór á toppinn og Albert skoraði
Sjáðu það helsta úr spænska: Real Madrid vann El Clasico
Ragnar Bragi: Sýnir að klúbbnum sé alvara
Heimir setur titlasöfnun til hliðar: Núna er að búa til eitthvað
Jökull: Endar ekki í efstu þremur nema hafa unnið fyrir því
Örvar tvöfaldaði markafjölda sinn: Ég var óheppinn þá
Höskuldur: Hefur verið geðshræringavika
Ólafur Ingi: Eins og þú sérð þá er þetta frábært lið
Pablo Punyed um framtíðina: Það kemur í ljós
   sun 28. september 2025 18:56
Baldvin Már Borgarsson
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Magnús Már var að vonum kátur eftir sigur sinna manna gegn KA fyrr í dag, en Afturelding var að vinna sinn fyrsta leik síðan í júní svo það var þungu fargi létt af Mosfellingum.


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  2 KA

„Við höfðum góða tilfinningu fyrir þessu, okkur líður vel í úrslitakeppni og við erum búnir að byrja þessa úrslitakeppni sterkt með þessum tveimur leikjum og með bæjarfélagið með okkur.''


„KA liðið er eitt besta lið deildarinnar undanfarnar vikur og Haddi er að gera mjög góða hluti með þá þannig það er gríðarlega sterkt að vinna þá hérna að mér fannst sanngjarnt miðað við færin og annað.''

Afturelding sendi KR í botnsætið með sigrinum í dag og heimsækir Vesturbæinn á laugardaginn.

„Það verða hæg heimatökin, strætó númer 15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan svo ég á ekki vön á öðru en að við fáum frábæran stuðning á laugardaginn.''

Nánar er rætt við Magga í spilaranum hér að ofan en hann fer yfir allt sviðið, Hrannar Snæ og tímabilið hans til þessa auk sinna eigin samningamála.


Athugasemdir