Real Madrid vill tvo leikmenn Chelsea - Man Utd hefur áhuga á Vlahovic - Bernardo Silva íhugar að fara til Sádi-Arabíu næsta sumar
   mán 29. september 2025 14:50
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Tíu þjálfarar sem Breiðablik og Þróttur gætu horft til
Kvenaboltinn
Óli Kristjáns er að hætta með Þrótt.
Óli Kristjáns er að hætta með Þrótt.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það voru heldur betur tíðindi úr Bestu deild kvenna í gær því tvö af þremur efstu liðum deildarinnar, Breiðablik og Þróttur, eru bæði að fara í þjálfaraleit.

Nik Chamberlain hættir með Breiðablik eftir tímabil þar sem hann er að taka við Kristianstad í Svíþjóð. Nik hefur gert frábæra hluti með Blika en liðið er að öllum líkindum að vinna tvöfalt í ár.

Ólafur Kristjánsson er þá að hætta með Þrótt til að fara í starf hjá KSÍ en hann verður aðstoðarþjálfari Þorsteins Halldórssonar með kvennalandsliðið ásamt því að leiða þróun og stefnumótun hjá yngri landsliðum kvenna og þess utan sinna verkefnum tengdum fræðslumálum hjá KSÍ.

Fótbolti.net hefur tekið saman lista yfir tíu þjálfara sem þessi félög gætu horft til núna þegar þau fara í þjálfaraleit.

Hér fyrir neðan má sjá þennan lista.
Athugasemdir
banner