
Það voru heldur betur tíðindi úr Bestu deild kvenna í gær því tvö af þremur efstu liðum deildarinnar, Breiðablik og Þróttur, eru bæði að fara í þjálfaraleit.
Nik Chamberlain hættir með Breiðablik eftir tímabil þar sem hann er að taka við Kristianstad í Svíþjóð. Nik hefur gert frábæra hluti með Blika en liðið er að öllum líkindum að vinna tvöfalt í ár.
Nik Chamberlain hættir með Breiðablik eftir tímabil þar sem hann er að taka við Kristianstad í Svíþjóð. Nik hefur gert frábæra hluti með Blika en liðið er að öllum líkindum að vinna tvöfalt í ár.
Ólafur Kristjánsson er þá að hætta með Þrótt til að fara í starf hjá KSÍ en hann verður aðstoðarþjálfari Þorsteins Halldórssonar með kvennalandsliðið ásamt því að leiða þróun og stefnumótun hjá yngri landsliðum kvenna og þess utan sinna verkefnum tengdum fræðslumálum hjá KSÍ.
Fótbolti.net hefur tekið saman lista yfir tíu þjálfara sem þessi félög gætu horft til núna þegar þau fara í þjálfaraleit.
Hér fyrir neðan má sjá þennan lista.
Adda Baldursdóttir - Algjör sigurvegari sem var aðstoðarþjálfari hjá Val en hætti þar eftir síðasta tímabil. Verið öflug sem sérfræðingur í sjónvarpi og er spennandi þjálfari.
Ásmundur Haraldsson - Hefur lengi verið aðstoðarþjálfari landsliðsins en krafta hans var ekki óskað þar lengur. Er hann til í að gerast aðalþjálfari?
Brynjar Björn Gunnarsson - Fyrrum atvinnu- og landsliðsmaður sem hefur gert ágætis hluti í karlaboltanum og þá helst með HK. Er laus þessa stundina og gæti verið stór biti fyrir Bestu deild kvenna.
Edda Garðarsdóttir - Hefur getið af sér gott orð sem aðstoðarþjálfari Nik Chamberlain hjá Breiðabliki og Þrótti. Fer hún út með honum eða verður hún áfram hér heima?
Guðni Eiríksson - Hefur náð mögnuðum árangri með FH ásamt bróður sínum. Er kominn tími á næstu áskorun?
Gylfi Tryggvason - Þjálfari ársins í Lengjudeildinni hlýtur að vera einn heitasti bitinn á þjálfaramarkaðnum. Kom Grindavík/Njarðvík upp í fyrstu tilraun.
Halldór Jón Sigurðsson - Donni á Íslandsmeistaratitil að bakinu og hann hefur náð að kreista rosalega mikið út úr liði Tindastóls sem er þó fallið úr Bestu deild kvenna.
Óskar Smári Haraldsson - Hefur náð mögnuðum árangri með Fram, en hann kom liðinu upp úr 2. deild og í þá Bestu þar sem liðið er búið að halda sér uppi. Gríðarlega metnðarfullur þjálfari sem stærri lið ættu að horfa til.
Pétur Pétursson - Náði stórkostlegum árangri hjá Val og eftir á voru það mistök hjá Hlíðarendafélaginu að halda ekki í hann. Maður sem elskar að vinna titla og búa til skemmtilegt umhverfi.
Athugasemdir