Fyrsta umferð Bestu deildar kvenna eftir skiptingu fór fram á dögunum og kláraðist um liðna helgi. Breiðablik þarf að bíða aðeins lengur eftir Íslandsmeistaratitlinum í kjölfarið á tapi gegn nágrönnum sínum í Stjörnunni.
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir var maður leiksins þar en Anna María Baldursdóttir lék einnig mjög vel í liði Stjörnunnar. Jóhannes Karl Sigursteinsson er þjálfari umferðarinnar.
Úlfa Dís Kreye Úlfarsdóttir var maður leiksins þar en Anna María Baldursdóttir lék einnig mjög vel í liði Stjörnunnar. Jóhannes Karl Sigursteinsson er þjálfari umferðarinnar.

Einn stærsti leikur tímabilsins fór fram á Akureyri þar sem Þór/KA lagði Tindastól að velli. Þar með varð það ljóst að Þór/KA heldur sér uppi og Tindastóll fer niður með FHL. Ellie Rose Moreno, Sonja Björg Sigurðardóttir og Hulda Björg Hannesdóttir stigu upp fyrir Þór/KA.
Tinna Brá Magnúsdóttir og Arna Sif Ásgrímsdóttir léku vel í jafntefli Vals gegn FH. Arna Sif spilaði sinn fyrsta leik í 589 daga en hún er að koma til baka eftir krossbandsslit og barnsburð.
Þróttur vann dramatískan sigur á Víkingi en Kayla Rollins var best í þeim leik. Bergdís Sveinsdóttir heldur þá áfram að spila vel með Víkingum.
Þá voru Una Rós Unnarsdóttir og Murielle Tiernan bestar í sigri Fram gegn FHL en það er ljóst að Fram leikur áfram í Bestu deildinni næsta sumar.
Fyrri lið umferðarinnar
Athugasemdir