Valsarar hafar orðið fyrir skakkaföllum á þessu tímabili vegna meiðsla. Patrick Pedersen og Frederik Schram hafa verið bestu menn deildarinnar í sinni stöðu, Birkir Heimisson var lengi frá á tímabilinu og Sigurður Egill Lárusson hefur misst úr leiki.
Aron Jóhannsson hefur mikið misst úr og bæði hann og Kristinn Freyr Sigurðsson voru ekki með í gær.
Í Kjaftæðinu, hlaðvarpsþætti hér á Fótbolta.net, var rætt um Val og sagði Baldvin Már Borgarsson frá því að bæði Aron og Kiddi yrðu líklega ekki meira með á tímabilinu , miðjumennirnir væru báðir að glíma við hnémeiðsli.
Aron Jóhannsson hefur mikið misst úr og bæði hann og Kristinn Freyr Sigurðsson voru ekki með í gær.
Í Kjaftæðinu, hlaðvarpsþætti hér á Fótbolta.net, var rætt um Val og sagði Baldvin Már Borgarsson frá því að bæði Aron og Kiddi yrðu líklega ekki meira með á tímabilinu , miðjumennirnir væru báðir að glíma við hnémeiðsli.
„Að sjálfsögðu eru alltof margir dottnir úr liðinu og við erum ekki að tala um bara einhverja leikmenn. Þetta eru lykilmenn sem voru eiga sitt besta tímabil fyrir Val. Núna undanfarið erum við ekki að vinna leiki og það situr í mönnum og hefur áhrif á sjálfstraust og spilamennskuna," sagði Srdjan Tufegdzic, þjálfari Vals, við Fótbolta.net eftir tapið gegn Fram í gær.
Valur er í 3. sæti deildarinnar, fjórum stigum á eftir toppliði Víkings þegar þrjár umferðir eru eftir. Víkingur á leik til góða, útileik gegn Stjörnunni í kvöld.
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 23 | 13 | 6 | 4 | 49 - 28 | +21 | 45 |
2. Valur | 24 | 12 | 5 | 7 | 54 - 38 | +16 | 41 |
3. Stjarnan | 23 | 12 | 5 | 6 | 43 - 35 | +8 | 41 |
4. Breiðablik | 24 | 9 | 9 | 6 | 39 - 37 | +2 | 36 |
5. FH | 24 | 8 | 8 | 8 | 42 - 36 | +6 | 32 |
6. Fram | 24 | 9 | 5 | 10 | 35 - 33 | +2 | 32 |
Athugasemdir