Birnir Snær var svekktur með tap gegn Aftureldingu fyrr í dag. KA menn voru marki yfir í hálfleik og Mosfellingar ekki líklegir til neins en eins og hendi væri veifað skoruðu heimamenn 3 mörk á 6 mínútum.
Lestu um leikinn: Afturelding 3 - 2 KA
„Þetta var ekki skemmtilegt, mér fannst við vera með þá allan leikinn, gefum ansi ódýr mörk.''
Hrannar Snær gerði það sem Birnir hefur gert svo áður, tók boltann af vinstri kantinum inn á hægri fótinn og smellti honum í fjær.
„Ég hefði frekar viljað gera það en hann, en þetta var vel gert hjá honum.''
„Mér fannst við vera gíraðir og spila vel, það voru bara þessar 5-10 mín þar sem við vorum ekki seigir.''
Birnir er að klára stuttan samning við KA, hver er staðan á hans málum?
„Samningurinn er út árið, það kemur svo bara í ljós.''
Undirritaður reyndi að þrýsta á einhver svör frá Birni þar sem önnur félög mega ræða við hann á þessum tímapunkti og samtalið má heyra í spilaranum hér að ofan.