Real Madrid vill tvo leikmenn Chelsea - Man Utd hefur áhuga á Vlahovic - Bernardo Silva íhugar að fara til Sádi-Arabíu næsta sumar
   þri 30. september 2025 08:30
Ívan Guðjón Baldursson
Mourinho: Líður eins og ég sé heima hjá mér
Mynd: EPA
Mynd: EPA
José Mourinho tók við þjálfun á Benfica fyrir tveimur vikum síðan, eftir að Bruno Lage var rekinn eftir tap á heimavelli gegn Qarabag í Meistaradeildinni.

Stjórnendur Benfica eru mjög ánægðir með byrjun Mourinho hjá félaginu þar sem liðið er búið að vinna tvo leiki og gera eitt jafntefli undir hans stjórn. Næsti leikur er þó á útivelli gegn Chelsea í kvöld, en Mourinho þekkir vel til á Stamford Bridge eftir dvalir sínar þar.

„Ég hef komið aftur á Stamford Bridge sem þjálfari Tottenham, Manchester United og Inter. Þetta er ekki í fyrsta skiptið. Þegar ég kem á völlinn þá einbeiti ég mér að leiknum í 90 mínútur, ég er ekki að hugsa um hvar eða með hverjum ég var einhvern tímann í fortíðinni," sagði Mourinho á fréttamannafundi í gær.

„Mér líður eins og ég sé heima hjá mér, en ég er ekki blár lengur. Ég er rauður núna og ég vil vinna. Chelsea er partur af sögunni minni og ég er partur af sögunni hjá Chelsea."

Mourinho vann ensku úrvalsdeildina þrisvar sinnum sem þjálfari Chelsea, enska bikarinn einu sinni og deildabikarinn þrisvar.

   18.09.2025 14:52
Mourinho orðinn stjóri Benfica (Staðfest)

Athugasemdir
banner