Erkifjendur á eftir Branthwaite - Atlético á eftir Greenwood - Tekur Potter við Man Utd?
   mán 29. september 2025 07:30
Ívan Guðjón Baldursson
Al-Ittihad heyrði í þremur stórum nöfnum
Mynd: EPA
Al-Ittihad er í leit að nýjum þjálfara eftir að hafa rekið Laurent Blanc eftir tap gegn Al-Nassr á föstudaginn.

Sádi-arabíska stórveldið er því í leit að nýjum þjálfara og hefur sett sig í samband við ansi stór nöfn.

Fabrizio Romano heldur því fram að félagið sé þegar búið að heyra í Xavi, Luciano Spalletti og Sergio Conceicao.

Xavi hefur verið án starfs eftir tæp þrjú ár hjá Barcelona en hann býr yfir reynslu frá mið-Austurlöndunum eftir dvöl sína hjá Al-Sadd í Katar.

Spalletti þjálfaði síðast ítalska landsliðið eftir að hafa unnið ítölsku deildina með Napoli og hefur aldrei starfað í mið-Austurlöndunum áður, en hann stýrði þó Zenit í Rússlandi um tíma.

Conceicao stýrði AC Milan hálfa síðustu leiktíð eftir að hafa verið með FC Porto í sjö ár þar á undan.
Athugasemdir
banner