Erkifjendur á eftir Branthwaite - Atlético á eftir Greenwood - Tekur Potter við Man Utd?
   sun 28. september 2025 18:52
Ívan Guðjón Baldursson
Arteta: Reglurnar eru skýrar
Arteta ætlar sér stóra hluti með Arsenal.
Arteta ætlar sér stóra hluti með Arsenal.
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mikel Arteta svaraði spurningum eftir dramatískan endurkomusigur Arsenal á útivelli gegn Newcastle í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Arsenal lenti undir í fyrri hálfleik en náði að jafna á lokakaflanum og gera svo sigurmark seint í uppbótartíma.

„Ég er mjög stoltur og við áttum þennan sigur fyllilega skilið. Við sköpuðum bestu færin og verum sterkara liðið, við áttum þetta skilið þrátt fyrir dramatískt sigurmark," sagði Arteta.

„Þetta var fullkomið tækifæri fyrir okkur til að senda frá okkur skýr skilaboð og sanna fyrir öllum hvers konar lið við erum. Að koma til baka gegn svona sterkum andstæðingum á útivelli segir mikið um hversu góðir við erum. Við sýndum mikið hjarta og mikil gæði í þessum leik.

„Við þurftum að vinna þennan leik og það er frábært að hafa tekist það. (Nick) Pope var frábær í markinu hjá þeim, hann átti mikilvægar vörslur en við héldum áfram að trúa og unnum að lokum."


Arteta var að lokum spurður út í vítaspyrnudóminn sem Jarred Gillett dómari hætti við. Pope felldi Viktor Gyökeres innan vítateigs í stöðunni 0-0 og hætti Gillett við að dæma vítaspyrnu eftir langa athugun í VAR-skjánum.

„Ef þetta eru ekki augljós mistök þá ætti VAR ekki að skerast inn í leikinn. Það er augljóst að VAR átti ekki að blanda sér í þetta, það átti bara að dæma vítaspyrnu. Reglurnar eru skýrar."

Jöfnunarmark Arsenal kom í kjölfarið af hornspyrnu og skoraði Gabriel svo sigurmarkið með skalla eftir hornspyrnu.

„Við sköpuðum svo mikið af færum úr opnum leik í dag en markmaðurinn þeirra varði allt. Newcastle eru virkilega erfiðir andstæðingar og eiga hrós skilið fyrir baráttuna sem þeir sýndu."

   28.09.2025 18:25
Saka ósáttur: Hvernig tók þetta svona langan tíma?

Athugasemdir
banner