Real Madrid vill tvo leikmenn Chelsea - Man Utd hefur áhuga á Vlahovic - Bernardo Silva íhugar að fara til Sádi-Arabíu næsta sumar
banner
   mán 29. september 2025 12:17
Elvar Geir Magnússon
Maresca kemur sjálfum sér til varnar: Engin ástæða fyrir neikvæðni
Maresca dregur upp áhugaverða tölfræði.
Maresca dregur upp áhugaverða tölfræði.
Mynd: EPA
Chelsea tapaði öðrum leik sínum í röð í ensku úrvalsdeildinni um helgina, þegar liðið beið lægri hlut fyrir Brighton.

„Við þurfum að halda í jákvæðnina því leikmenn þurfa á því að halda. Líka vegna þess að það er engin ástæða fyrir neikvæðni. Mér var sýnd tölfræði um að síðustu sex mánuði höfum við tapað fimm leikjum og í fjórum af þeim hefur leikmaður okkar fengið rautt spjald," segir Maresca.

„Pressan á leikmenn og stjóra Chelsea er að þú þarft að vinna leiki, það er alveg ljóst, en það er ástæða fyrir því að við höfum tapað fimm leikjum á sex mánuðum. Meiðsli eða rauð spjöld."

„Fótboltaheimurinn er brjálaður, ef þú tapar fimm leikjum á sex mánuðum og þarft að halda uppi vörnum fyrir þig þá er þessi heimur brjálaður. Ég skil vel að stuðningsmenn eru ósáttir eftir að hafa tapað en mér finnst liðið vera að bæta sig. Það er enginn ánægður eftir tapleik."

Chelsea mætir Benfica, Jose Mourinho og lærisveinum hans, í Meistaradeildinni annað kvöld. Moises Caicedo, Joao Pedro og Andrey Santos eru allir tæpir fyrir leikinn og segir Maresca að þeir verði skoðaðir seinni partinn í dag.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 6 5 0 1 12 7 +5 15
2 Arsenal 6 4 1 1 12 3 +9 13
3 Crystal Palace 6 3 3 0 8 3 +5 12
4 Tottenham 6 3 2 1 11 4 +7 11
5 Sunderland 6 3 2 1 7 4 +3 11
6 Bournemouth 6 3 2 1 8 7 +1 11
7 Man City 6 3 1 2 14 6 +8 10
8 Chelsea 6 2 2 2 11 8 +3 8
9 Brighton 6 2 2 2 9 9 0 8
10 Fulham 6 2 2 2 7 8 -1 8
11 Leeds 6 2 2 2 6 9 -3 8
12 Everton 5 2 1 2 6 5 +1 7
13 Brentford 6 2 1 3 9 11 -2 7
14 Man Utd 6 2 1 3 7 11 -4 7
15 Newcastle 6 1 3 2 4 5 -1 6
16 Aston Villa 6 1 3 2 4 6 -2 6
17 Nott. Forest 6 1 2 3 5 10 -5 5
18 Burnley 6 1 1 4 6 13 -7 4
19 West Ham 5 1 0 4 5 13 -8 3
20 Wolves 6 0 1 5 4 13 -9 1
Athugasemdir