Vestri staðfesti rétt í þessu þau tíðindi að Jón Þór Hauksson væri tekinn við sem þjálfari liðsins og myndi stýra því út tímabilið. Davíð Smári Lamude hætti sem þjálfari liðsins í gær og var strax farið í viðræður við Jón Þór og náðist samkomulag seint í gærkvöldi.
Þrír leikir eru eftir af tímabilinu og er Vestri í mikilli fallhættu, liðið er í 10. sæti deildarinnar og hefur ekki unnið leik í langan tíma.
Þrír leikir eru eftir af tímabilinu og er Vestri í mikilli fallhættu, liðið er í 10. sæti deildarinnar og hefur ekki unnið leik í langan tíma.
Jón Þór mun stýra sinni fyrstu æfingu með liðinu seinna í dag. Hann er að mæta aftur á Ísafjörð eftir um fjögurra ára fjarveru. Fyrir tímabilið 2022 var hann ráðinn til ÍA eftir að hafa verið hjá Vestra í hálft tímabil sumarið 2021. Jón Þór hefur verið án starfs frá því að hann var látinn fara frá ÍA í júní.
Vestri á eins og fyrr segir þrjá leiki eftir. Fyrsti leikur liðsins undir stjórn Jóns Þórs verður gegn KA á útivelli á sunnudag, svo er leikur í Mosfellsbæ gegn Aftureldingu þann 19. október og loks heimaleikur gegn KR 25. október.
Úr tilkynningu Vestra
Jón er væntanlegur til Ísafjarðar í dag og mun stjórna sinni fyrstu æfingu á eftir. Markmið félagsins er að tryggja sæti okkar í deild þeirra bestu. Jón Þór stýrði Vestra seinni hluta tímabilsins 2021 með góðum árangri.
Núna er gríðarlega mikilvægt að styðja vel við liðið og að við leggjum okkur öll fram við að gera okkar besta í síðustu þremur leikjum liðsins. Allur stuðningur skiptir máli.
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|
Athugasemdir