Það eru níu leikir á dagskrá í Meistaradeild Evrópu í dag og í kvöld þar sem nokkur af sigurstranglegustu liðum keppninnar mæta til leiks.
Fjörið hefst síðdegis þegar Kairat tekur á móti Real Madrid í Almaty í Kasakstan. Real Madrid er langsigursælasta lið keppninnar og er búist við þægilegum sigri.
Á sama tíma spilar Atalanta við Club Brugge en lærisveinar Ivan Juric steinlágu gegn ríkjandi meisturum PSG í fyrstu umferð.
Í kvöld mæta svo Liverpool, Chelsea, Tottenham, FC Bayern, Inter og Atlético Madrid öll til leiks.
Atlético fær Eintracht Frankfurt í heimsókn í einum af skemmtilegri leikjum kvöldsins á meðan Englandsmeistarar Liverpool heimsækja stjörnum prýtt lið Galatasaray til Tyrklands.
Tottenham kíkir í heimsókn til Bodö sem er í norðurhluta Noregs á meðan Chelsea tekur á móti Benfica. José Mourinho var ráðinn sem þjálfari Benfica á dögunum og er spenntur fyrir endurkomu á Stamford Bridge.
Inter fær Slavia Prag í heimsókn frá Tékklandi á meðan FC Bayern kíkir til Kýpur að spila við Pafos FC.
Marseille og Ajax eigast að lokum við í spennandi slag.
Leikir dagsins
16:45 Kairat - Real Madrid
16:45 Atalanta - Club Brugge
19:00 Atletico Madrid - Eintracht Frankfurt
19:00 Marseille - Ajax
19:00 Chelsea - Benfica
19:00 Inter - Slavia Prag
19:00 Bodö/Glimt - Tottenham
19:00 Pafos FC - Bayern
19:00 Galatasaray - Liverpool
Athugasemdir