
Völsungur fagnaði góðu gengi í sumar, en liðið endaði í 7. sæti Lengjudeildarinnar. Aðalsteinn Jóhann Friðriksson þjálfari liðsins tók við liðinu í 2. deild árið 2022 þrátt fyrir að hafa ætlað sér að verða leikjahæsti leikmaður liðsins.
Aðalstein var spurður út í upphafið á þjálfaraferlinum í útvarpsþætti Fótbolta.net á laugardag.
„Um veturinn fór þjálfaraleit af stað. Hún gekk brösulega, það var erfitt að fá menn langt út á land. Það var talað við fullt af góðum mönnum en það gekk ekki,“ sagði Alli Jói.
„Ég fer svo af stað með liðið á undirbúningstímabilinu. Ég ætlaði mér aldrei að hætta að spila, ég átti mér markmið að verða leikjahæsti leikmaður Völsungs.“
„Bjarki Baldvinsson sem var þá leikjahæstur, og átti þrjátíu leiki á mig, var að hætta. Sem voru góðar fréttir fyrir mig, það var stutt í þetta. En eftir ágætis undirbúningstímabil þróaðist það þannig að ég endaði að taka við liðinu,“ sagði Aðalsteinn að lokum.