Erkifjendur á eftir Branthwaite - Atlético á eftir Greenwood - Tekur Potter við Man Utd?
   sun 28. september 2025 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
Xhaka: Forest var betra liðið
Mynd: EPA
Mynd: Sunderland
Mynd: Sunderland
Granit Xhaka fyrirliði Sunderland var hress eftir sigur á útivelli gegn Nottingham Forest í ensku úrvalsdeildinni í gær.

Gríðarlega dýrmæt stig fyrir nýliðana í efstu deild sem eru búnir að safna 11 stigum í 6 fyrstu leikjum tímabilsins. Byrjunin kemur mjög á óvart en Sunderland hefur skorað 7 mörk á deildartímabilinu.

„Við vissum að þetta yrði mjög erfiður leikur en við komum hingað með plan. Strákarnir sýndu magnað hugarfar, þetta er nákvæmlega það sem við þurfum, og þvílíkur stuðningur frá áhorfendum. Þeir voru frábærir," sagði Xhaka eftir sigurinn.

Xhaka lagði eina mark leiksins upp með aukaspyrnu sem andstæðingarnir í liði Forest voru afar óhressir með. Heimamenn í liði Forest fengu góð færi til að skora í leiknum en Robin Roefs átti stórleik á milli stanganna.

   28.09.2025 09:00
„Aldrei séð dæmda aukaspyrnu á svona á mínum ferli"


„Það er mikið eftir af tímabilinu og við eigum ennþá mikið inni. Við höfum verið mjög duglegir að æfa föst leikatriði á æfingum vegna þess að við vitum hversu mikilvæg þau eru. Það hefur hjálpað okkur fyrr á tímabilinu og hjálpaði okkur aftur í dag. Það eru ekki bara leikmennirnir sem eiga heiðurinn skilið heldur líka allt starfsteymið sem hjálpar okkur í undirbúningi fyrir leiki."

Sunderland deilir afar óvænt fjórða sæti deildarinnar eftir sex umferðir.

„Nottingham Forest var betra liðið, en í dag snerist þetta ekki um hvort liðið var betra á vellinum. Þetta snerist um hvort liðið skoraði meira.

„Við höfum allir trú á þessu verkefni hérna, ég vildi koma hingað til að deila mínum leiðtogahæfileikum með hópnum. Ég sýni það á hverjum degi hvað þarf til þess að spila á þessu gæðastigi. Þrátt fyrir að vera í eldri kantinum þá hleyp ég og berst allan tímann. Þetta hugarfar er mjög mikilvægt ef maður vill ná árangri."


Régis Le Bris þjálfari Sunderland var einnig kátur að leikslokum.

„Þetta eru mjög dýrmæt stig og ég er stoltur af strákunum fyrir vinnuframlagið. Að berjast er partur af okkar ímynd sem liðsheild. Við vitum að til þess að vera samkeppnishæfir þá þurfum við að vinna vel saman og leggja miklu vinnu á okkur. Við þurfum að kunna að þjást saman og við gerðum það í dag, við vörðumst frábærlega," sagði Le Bris.

„Við mættum vera betri með boltann. Það er ýmislegt við okkar leik sem má bæta, við eigum enn margt eftir ólært."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 6 5 0 1 12 7 +5 15
2 Arsenal 6 4 1 1 12 3 +9 13
3 Crystal Palace 6 3 3 0 8 3 +5 12
4 Tottenham 6 3 2 1 11 4 +7 11
5 Sunderland 6 3 2 1 7 4 +3 11
6 Bournemouth 6 3 2 1 8 7 +1 11
7 Man City 6 3 1 2 14 6 +8 10
8 Chelsea 6 2 2 2 11 8 +3 8
9 Brighton 6 2 2 2 9 9 0 8
10 Fulham 6 2 2 2 7 8 -1 8
11 Leeds 6 2 2 2 6 9 -3 8
12 Everton 5 2 1 2 6 5 +1 7
13 Brentford 6 2 1 3 9 11 -2 7
14 Man Utd 6 2 1 3 7 11 -4 7
15 Newcastle 6 1 3 2 4 5 -1 6
16 Aston Villa 6 1 3 2 4 6 -2 6
17 Nott. Forest 6 1 2 3 5 10 -5 5
18 Burnley 6 1 1 4 6 13 -7 4
19 West Ham 5 1 0 4 5 13 -8 3
20 Wolves 6 0 1 5 4 13 -9 1
Athugasemdir