Erkifjendur á eftir Branthwaite - Atlético á eftir Greenwood - Tekur Potter við Man Utd?
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Helgi Sig: Fjórða sætið er innan seilingar
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
Nacho Heras: Hugsaði jafnvel að ég ætti bara að gefast upp
Haraldur Freyr: Fann bara að orkan í okkur var frábær
Sindri Kristinn fullur þakklætis: „Ég er svo hamingjusamur að hafa náð þessu með félaginu mínu"
Hemmi Hreiðars: Held að fólk átti sig ekki á því
Dóri Árna: Svekkelsi að fá ekki betri stöður með útileikmann í markinu
Viktor Jóns: Með breytingum fara menn upp á tærnar
Björn Daníel líklega að hætta: Held það sé best að hætta á þessum nótum
Framtíð Heimis í óvissu: Ólíklegt að ég haldi áfram
Lárus Orri: Gripið inn í leikinn með skrítnum dómgæslum
Óskar Hrafn: Hlutir fara stundum öðruvísi en maður ætlar sér
Nablinn: Ekki til neitt sem heitir lokaður leikur þegar þú ert með Hemma sem þjáflara
banner
   sun 28. september 2025 23:55
Kjartan Leifur Sigurðsson
Sigurjón um Rúnar: Einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sigurjón Rúnarsson, varnarmaður Fram, átti góðan leik er Fram lagði Val 2-0 í kvöld í Bestu deild karla. Sigurjón hefur átt gott sumar eftir að hafa gengið til liðs við Fram frá Grindavík fyrir tímabilið.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  0 Valur

„Ég er algjörlega sáttur með þetta og sérstaklega það að hafa haldið hreinu, það er alltaf gott fyrir okkur varnarmennina," sagði Sigurjón í samtali við fréttaritara .net í leikslok.

Vörn Fram gaf fá færi á sér í kvöld og var sigurinn í raun aldrei í hættu.

„Við vorum mjög massívir og þéttir. Við lögðum aðeins áherslu á það í hálfleik að vera þéttari. Í fyrri hálfleik vorum við svona aðeins langt frá mönnum í þessu stutta spili hjá þeim.

Fram náði markmiði sínu sem var það að enda í efri hlutanum, liðið er nú ekki að spila upp á mikið en það er ekki að sjá á leikmönnum liðsins að þeir séu saddir.

„Þetta eru allt hörkuleikir og við viljum vera á meðal þessara liða. Við verðum núna að sýna að við eigum heima í þessum hluta og við erum mættir til þess."

Í gær var tilkynnt að Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, hefði framlengt samning sinn við Fram til næstu 2 ára.

„Hann er einn besti þjálfari á landinu, ef ekki sá besti. Við erum í toppmálum með hann. Leiðin liggur bara upp á við og við erum að bæta ofan á það sem við erum að gera leik eftir leik."

Viðtalið er í heild sinni hér að ofan en beðist er velvirðingar á því að hljóðgæðin eru skert sökum mikils vinds.
Athugasemdir
banner