PSG og Man Utd gætu gert skiptidíl - Engar viðræður um Salah - Konate má fara fyrir 15 milljónir punda
Jóladagatalið: Misskildi spurningu fréttamanns - „Setti hársprey og svona“
Jóladagatalið: Hægðir og lægðir
Jóladagatalið: Lárus Orri lét stjórnarmenn heyra það - „Vilja eignast vini upp á KA-svæði“
Jóladagatalið: Langbest að fá heyrnarlausa menn til að dæma leikinn
Jóladagatalið: Cillessen rauk úr viðtali eftir tap á Laugardalsvelli
Jóladagatalið: Gylfi lét boltum rigna yfir Jóa Berg
Aron Einars: Spenntur fyrir Davíð og öllu sem hann stendur fyrir
Jóladagatalið: Ólafur Karl Finsen í kleinu
Ray Anthony: Eigum eftir að styrkja okkur betur
Hjörvar Daði: Markmiðið er að fara upp
Damir: Auðveld ákvörðun að velja Grindavík
Höskuldur: Varnarmennirnir gátu aldrei verið þægilegir út af honum
Ágúst Orri: Hann fer nánast á rassgatið
Óli Skúla: Sýndi að hann er frábær leikmaður
Ólafur Ingi: Draumastaða er bara þrjú stig
Sviptu hulunni af Loga Ólafs sem sagði af sér um leið
Höskuldur: Ég er mikill unnandi Loga sem persónu og leikmanns
Árni Guðna: Aldrei spurning þegar kallið kom héðan
Jói Kalli: Langaði ekki að vera lengur einn úti
Alex Freyr: Tók eitt símtal frá Davíð Smára
   sun 28. september 2025 23:19
Kjartan Leifur Sigurðsson
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Srdjan Tufegdzic, eða Túfa eins hann er kallaður, var þungur á brún í leikslok eftir að lærisveinar hans í Val lutu í lægra haldi gegn Fram, 2-0 í Bestu deild karla.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  0 Valur

„Þetta var skref afturábak eftir leikinn á móti Breiðablik og það er það sem svekkir mig mest. Ég vildi sjá meira effort og eitthvað extra sem þarf í baráttunni sem við erum í, við viljum setja pressu á Víkingana í fyrsta sæti. Það var ekki það að við höfum ekki reynt en þetta var ekki nóg."

Valsmenn voru mikið meira með boltann í seinni hálfleik en sköpuðu sér ekki mikið af upplögðum marktækifærum.

„Svekkjandi að við fáum ekki fleiri hlaup inn á teiginn þegar fyrirgjafirnar koma. Heilt yfir fannst mér leikurinn þannig að þegar við vorum með boltann vantaði meiri ákefð og ákveðni í að sækja á markið. Þegar við vorum að verjast vorum við einu skrefi á eftir.

Tap í dag gerir það að verkum að möguleikar Vals á því að verða Íslandsmeistarar eru orðnir mjög litlir.

„Það er erfitt að hugsa um titilinn eftir svona þungt tap. Við þurfum bara að hugsa afhverju við tókum ekki skrefið fram á við eftir leikinn gegn Breiðablik. Þegar liðið mitt tapar þá stend ég alltaf með liðinu og það er ekki öðruvísi núna."

Valsmenn hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum í sumar. Patrick Pedersen og Frederic Schram eru meiddir alvarlega og Tómas Bent Magnússon var seldur til Hearts í Skotlandi.

„Að sjálfsögðu eru alltof margir dottnir úr liðinu og við erum ekki að tala um bara einhverja leikmenn. Þetta eru lykilmenn sem voru eiga sitt besta tímabil fyrir Val. Núna undanfarið erum við ekki að vinna leiki og það situr í mönnum og hefur áhrif á sjálfstraust og spilamennskuna."

Athugasemdir