Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
Óskar Borgþórs hótaði að rífa sig úr að ofan - „Það var bara til að æsa aðeins"
Evrópusætið ekki lengur í höndum Breiðabliks - „Ömurleg tilfinning"
Sölvi Geir virkilega ánægður: Hefur reynst okkur erfiður útivöllur í gegnum tíðina
Samantha: Vildum sýna að við eigum titilinn skilið
Guðni: Hún mun nýtast land og þjóð vel í komandi framtíð
Nik: Fagnaðar dagur fyrir þær í dag
Thelma Karen: Ég þarf að sjá hvað ég ætla að gera
Einar Guðna: Við þurfum að gera betur og lenda ofar
Jóhannes Karl: Þannig er fótbolti
Jói Bjarna: Erum að smella í gang
Haukur Andri: Höfum verið óheppnir með úrslit
Þorsteinn opnar nýjan kafla: Ágætis tímapunktur til að skipta út og gera breytingar
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
   sun 28. september 2025 23:19
Kjartan Leifur Sigurðsson
Túfa: Alltof margir dottnir úr liðinu
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Srdjan Tufegdzic, eða Túfa eins hann er kallaður, var þungur á brún í leikslok eftir að lærisveinar hans í Val lutu í lægra haldi gegn Fram, 2-0 í Bestu deild karla.

Lestu um leikinn: Fram 2 -  0 Valur

„Þetta var skref afturábak eftir leikinn á móti Breiðablik og það er það sem svekkir mig mest. Ég vildi sjá meira effort og eitthvað extra sem þarf í baráttunni sem við erum í, við viljum setja pressu á Víkingana í fyrsta sæti. Það var ekki það að við höfum ekki reynt en þetta var ekki nóg."

Valsmenn voru mikið meira með boltann í seinni hálfleik en sköpuðu sér ekki mikið af upplögðum marktækifærum.

„Svekkjandi að við fáum ekki fleiri hlaup inn á teiginn þegar fyrirgjafirnar koma. Heilt yfir fannst mér leikurinn þannig að þegar við vorum með boltann vantaði meiri ákefð og ákveðni í að sækja á markið. Þegar við vorum að verjast vorum við einu skrefi á eftir.

Tap í dag gerir það að verkum að möguleikar Vals á því að verða Íslandsmeistarar eru orðnir mjög litlir.

„Það er erfitt að hugsa um titilinn eftir svona þungt tap. Við þurfum bara að hugsa afhverju við tókum ekki skrefið fram á við eftir leikinn gegn Breiðablik. Þegar liðið mitt tapar þá stend ég alltaf með liðinu og það er ekki öðruvísi núna."

Valsmenn hafa orðið fyrir miklum skakkaföllum í sumar. Patrick Pedersen og Frederic Schram eru meiddir alvarlega og Tómas Bent Magnússon var seldur til Hearts í Skotlandi.

„Að sjálfsögðu eru alltof margir dottnir úr liðinu og við erum ekki að tala um bara einhverja leikmenn. Þetta eru lykilmenn sem voru eiga sitt besta tímabil fyrir Val. Núna undanfarið erum við ekki að vinna leiki og það situr í mönnum og hefur áhrif á sjálfstraust og spilamennskuna."

Athugasemdir
banner