Víkingur er skrefi nær Íslandsmeistaratitlinum eftir sigur á Stjörnunni fyrr í kvöld. Liðið er nú með sjö stiga forskot þegar þrjár umferðir eru eftir. Gylfi Þór Sigurðsson var að vonum ánægður að leik loknum og mætti í viðtal.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 3 Víkingur R.
Gylfi var spurður hvort að tilfinningin gerist sætari.
„Já, ef við klárum þetta þá verður þetta sætara. Hvað leikinn varðar var mikið af tilfinningum að fá mark á sig á 90. mínútu. Þeir henda öllum fram og mikið af löngum boltum sem við þurftum að díla við. Að ná að stela þessu á 95.-96. mínútu er auðvitað geggjað.“
„Geðveikir stuðningsmenn, sama hvort við förum til Ísafjarðar eða eitthvert eru þeir alltaf mættir. Þeir eiga þetta skilið eftir stuðninginn í allt sumar.“
Víkingur getur tryggt sér titilinn í næsta leik, sem er gegn FH á Víkingsvelli næstkomandi sunnudag.
„Markmiðið er að klára þetta sem fyrst, það er aldrei neitt öruggt í þessu fyrr en þetta er búið. Það er smá eftir, við þurfum að klára þetta.“
Nánar er rætt við Gylfa í spilaranum hér að ofan.