UEFA ku vera að ræða möguleika á að setja Ísrael í bann frá mótum á vegum sambandsins.
Guardian segir að UEFA sé þó aðeins að ræða mögulegt bann frá mótum sem sambandið hefur bein yfirráð yfir. Ísrael fengi því að taka þátt í undankeppni HM þar sem HM er FIFA keppni.
Ef UEFA myndi setja bann þá fengju ísraelsk landslið ekki að taka þátt í Þjóðadeildinni og Maccabi Tel Aviv ekki að taka þátt í Evrópudeildinni.
Guardian segir að UEFA sé þó aðeins að ræða mögulegt bann frá mótum sem sambandið hefur bein yfirráð yfir. Ísrael fengi því að taka þátt í undankeppni HM þar sem HM er FIFA keppni.
Ef UEFA myndi setja bann þá fengju ísraelsk landslið ekki að taka þátt í Þjóðadeildinni og Maccabi Tel Aviv ekki að taka þátt í Evrópudeildinni.
Ef UEFA setur Ísrael í bann myndi þó klárlega myndast mikill þrýstingur á FIFA. Talsmaður bandaríska utanríkisráðuneytisins sagði í síðustu viku að það myndi reyna að koma í veg fyrir allar tilraunir til að banna Ísrael frá HM.
Ísrael mun mæta Noregi og Ítalíu í næsta landsleikjaglugga. Amnesty International í Noregi hefur kallað eftir því að norska fótboltasambandið setji aukinn þrýsting á UEFA og verkfallsaðgerðir voru á Ítalíu í síðustu viku í samstöðu með íbúum Gaza.
Gabriele Gravina, forseti ítalska fótboltasambandsins, var spurður að því hvort Ítalía gæti neitað að mæta í leikinn. Gravina, sem er einnig í framkvæmdastjórn UEFA, sagði að það myndi aðeins hagnast Ísrael sem fengi þá greiðari leið á HM.
Ísrael er í þriðja sæti í riðli sínum í undankeppninni, með jafnmörg stig og Ítalía sem er í öðru sæti en hefur leikið leik meira. Annað sætið gefur þátttöku í umspili um HM.
UEFA neitað að svara fyrirspurn Guardian um hvort verið væri að ræða um að setja Ísrael í bann. FIFA er með fyrirspurn inni á borði hjá sér en hefur enn ekki svarað.
Athugasemdir