Stjarnan tapaði gegn Víkingi fyrr í kvöld í 24. umferð Bestu-deildar karla. Víkingur eru nú með sjö stiga forskot þegar þrjár umferðir eru eftir. Árni Snær Ólafsson, markvörður Stjörnunnar, mætti í viðtal að leik loknum.
Lestu um leikinn: Stjarnan 2 - 3 Víkingur R.
„Það er erfitt að fá eitthvað súrara en þetta. Við fengum alvöru trú á þetta þegar við jöfnum og trúðum því að við gætum unnið þennan leik. Mjög svekkjandi að fá þetta mark á okkur í restina, það er helvíti súrt.“
Hvernig metur þú titilbaráttuna, er vonin úti?
„Já ef við ætlum að vera heiðarlegir. Þetta er ekki í okkar höndum, við förum í það að vinna rest og vonum að þeir slippi rest.“
Við komumst snemma yfir og hefðum getað komist í 2-0. Svo gera þeir vel í fyrri hálfleik og komast yfir. Svo reyna þeir að reyna læsa þessu og við náum að jafna. Þannig fannst mér þetta, bæði lið gerðu vel. Erfitt að rýna í þetta svona svekktur, þú getur hringt í mig á morgun.“
Viðtalið má sjá í heild sinni í spilaranum hér að ofan.