Guehi til sölu - Everton hafnaði fyrirspurnum í Branthwaite - Wharton falur fyrir 70 milljónir
banner
   sun 28. september 2025 18:30
Ívan Guðjón Baldursson
Spánn: Barcelona hafði betur gegn Sociedad
Rashford lagði upp
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Barcelona 2 - 1 Real Sociedad
0-1 Alvaro Odriozola ('31 )
1-1 Jules Kounde ('43 )
2-1 Robert Lewandowski ('59 )

Spánarmeistarar Barcelona tóku á móti Real Sociedad í næstsíðasta leik dagsins í spænska boltanum. Orri Steinn Óskarsson var ekki með Sociedad vegna meiðsla.

Börsungar voru sterkari aðilinn en lentu undir eftir um hálftíma af leiknum þegar bakvörðurinn Alvaro Odriozola skoraði eftir undirbúning frá Ander Barrenetxea. Heimamenn svöruðu fyrir sig með skallamarki frá Jules Koundé eftir hornspyrnu Marcus Rashford. Staðan var því jöfn, 1-1, í leikhlé.

Í síðari hálfleik kom Lamine Yamal, sem hefur verið að glíma við meiðsli, inn af bekknum og var fljótur að láta til sín taka. Hann fór auðveldlega framhjá bakverði Sociedad og gaf frábæra fyrirgjöf með hægri sem rataði beint á kollinn á Robert Lewandowski til að taka forystuna.

Barca var áfram sterkara liðið en bæði lið fengu færi til að bæta marki við leikinn. Til að mynda áttu bæði lið skot í slá með mínútu millibili á lokakaflanum, en boltinn rataði þó ekki í netið svo lokatölur urðu 2-1.

Barcelona tekur toppsæti deildarinnar með þessum sigri, liðið er einu stigi fyrir ofan Real Madrid á upphafsmetrum titilbaráttunnar.

Hörmuleg byrjun Sociedad heldur áfram og situr liðið eftir við fallsvæðið með 5 stig.
Athugasemdir
banner