
Halldór Jón Sigurðsson, ávalt kallaður Donni, verður samkvæmt heimildum Fótbolta.net ekki áfram þjálfari meistaraflokks kvenna hjá Tindastóli á næsta tímabili.
Donni hefur náð eftirtektarverðum árangri með lið Tindastóls en hann er á fjórða ári sínu með liðið. Tindastóll vann Lengjudeildina 2022, og hélt sér uppi í Bestu deildinni 2023 og 2024. í ár tókst þó ekki að halda liðinu uppi og verður það í Lengjudeildinni á næsta ári.
Donni hefur náð eftirtektarverðum árangri með lið Tindastóls en hann er á fjórða ári sínu með liðið. Tindastóll vann Lengjudeildina 2022, og hélt sér uppi í Bestu deildinni 2023 og 2024. í ár tókst þó ekki að halda liðinu uppi og verður það í Lengjudeildinni á næsta ári.
Donni hóf þjálfaraferil sinn sem þjálfari meistaraflokks karla á Króknum og fór svo til Akureyrar þar sem hann gerði fína hluti með karlalið Þórs áður en hann tók við Þór/KA og gerði liðið að Íslandsmeisturunum.
Tímabilin 2022 og 2023 var Donni samhliða meistaraflokk kvenna að þjálfa karlalið Tindastóls og var á síðasta tímabili yngri bóður sínum, Konráð Frey Sigurðssyni, til aðstoðar með liðið.
Donni hefur verið orðaður við þjálfarastarfið hjá Breiðabliki og Þrótti ásamt starfi hjá KSÍ.
Athugasemdir