
Manchester United vll bæta við sig sóknarmanni í janúar, leikmaður City íhugar að fara á Arabíuskagann og Real Madrid hefur áhuga á leikmönnum Chelsea. Þetta og fleira í slúðri dagsins.
Real Madrid skoðar það að styrkja miðsvæði sitt og hefur áhuga á tveimur leikmönnum Chelsea; ekvadorska landsliðsmanninn Moises Caicedo (23) og Enzo Fernandez (24), landsliðsmann Argentínu. (Graeme Bailey)
Manchester United hefur áhuga á serbneska sóknarmanninum Dusan Vlahovic (25) hjá Juventus fyrir janúargluggann. (Gazetta)
Portúgalski miðjumaðurinn Bernardo Silva (31) íhugar að fara til Sádi-Arabíu þegar samningur hans rennur út næsta sumar. (TalkSport)
Portúgalski miðjumaðurinn Joao Neves (21) er ofarlega á óskalista Manchester City en Paris St-Germain ætlar ekki að selja hann. (Football Insider)
Verðmiði Atletico Madrid á argentínska framherjanum Julian Alvarez (25) mun líklega fæla Liverpool frá en spænska félagið vill um 100 milljónir punda fyrir hann. (Football Insider)
Gareth Southgate, fyrrum landsliðsþjálfaeri Englands er einn af þremur á blaði Manchester United ef Rúben Amorim verður rekinn. (TalkSport)
AC Milan hefur opnað viðræður við enska varnarmanninn Fikayo Tomori (27) um nýjan samning en félög í ensku úrvalsdeildinni hafa sýnt honum áhuga. (Fabrizio Romano)
Leeds United fylgist með brasilíska miðjumanninum Gustavo Prado (20) hjá Internacional en hann er með 17 milljóna punda verðmiða. (SportWitness)
Athugasemdir