Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   þri 30. september 2025 10:36
Elvar Geir Magnússon
Saliba: Stefni á að verða bestur í heimi
William Saliba í leik gegn Sporting.
William Saliba í leik gegn Sporting.
Mynd: EPA
William Saliba miðvörður Arsenal skrifaði á dögunum undir nýjan fimm ára samning en félagið staðfesti þetta í dag. Hann segist hafa trú á því að Mikel Arteta og hans aðstoðarmenn geti gert sig að besta varnarmanni í heimi.

Real Madrid hefur sýnt þessum 24 ára franska landsliðsmanni áhuga en hann ákvað að halda vegferð sinni áfram hjá Arsenal og er nú bundinn félaginu til 2030.

„Stjórinn er einn sá besti í heimi. Hann hefur hjálpað mér mikið, hann og starfsliðið. Ég er ánægður með að hafa hann sem stjóra. Ég er 24 ára og tel mig ekki hafa náð toppnum, það er ýmislegt sem ég get bætt og ég veit að þjálfarinn og starfsliðið geta hjálpað mér að verða besti varnarmaður heims, eða einn sá besti," segir Saliba.

Saliba hefur myndað magnað miðvarðapar með Gabriel Magalhaes sem skrifaði undir nýjan saming í sumar.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 8 6 1 1 15 3 +12 19
2 Man City 8 5 1 2 17 6 +11 16
3 Liverpool 8 5 0 3 14 11 +3 15
4 Bournemouth 8 4 3 1 14 11 +3 15
5 Chelsea 8 4 2 2 16 9 +7 14
6 Tottenham 8 4 2 2 14 7 +7 14
7 Sunderland 8 4 2 2 9 6 +3 14
8 Crystal Palace 8 3 4 1 12 8 +4 13
9 Man Utd 8 4 1 3 11 12 -1 13
10 Brighton 8 3 3 2 12 11 +1 12
11 Aston Villa 8 3 3 2 8 8 0 12
12 Everton 8 3 2 3 9 9 0 11
13 Newcastle 8 2 3 3 7 7 0 9
14 Brentford 8 2 2 4 9 12 -3 8
15 Fulham 8 2 2 4 8 12 -4 8
16 Leeds 8 2 2 4 7 13 -6 8
17 Burnley 8 2 1 5 9 15 -6 7
18 West Ham 8 1 2 5 6 16 -10 5
19 Nott. Forest 8 1 2 5 5 15 -10 5
20 Wolves 8 0 2 6 5 16 -11 2
Athugasemdir
banner
banner
banner