Real Madrid vill tvo leikmenn Chelsea - Man Utd hefur áhuga á Vlahovic - Bernardo Silva íhugar að fara til Sádi-Arabíu næsta sumar
   mán 29. september 2025 09:02
Elvar Geir Magnússon
Neville skynjar að menn hafi ekki trú á Amorim
Gary Neville.
Gary Neville.
Mynd: EPA
Gary Neville, fyrrum fyrirliði Manchester United, segist hafa skynjað það í 3-1 tapinu gegn Brentford um helgina að leikmenn United hafi misst trú á hugmyndafræði Rúben Amorim.

Manchester United hefur náð í 34 stig úr 33 leikjum með Amorim við stjórnvölinn. Liðið er í fjórtánda sæti ensku úrvalsdeildarinnar.

Margir hafa talað um að leikkerfi Amorim henti ekki liðinu en sá portúgalski hefur neitað að víkja frá 3-4-2-1 leikkerfinu sínu.

„Ég horfði á leikinn í sjónvarpinu og fannst mér í fyrsta sinn skynja það á leikmönnum, gengum andlitssvipi og líkamstjáningu, að menn hafa ekki trú á því sem verið er að reyna," segir Neville.

„Ég nefndi það í hlaðvarpsþættinum fyrir nokkrum vikum að við mættum ekki sjá Mason Mount enda aftur sem vinstri vængbakvörður. Hann var aftur kominn í þá stöðu síðustu fimm mínúturnar gegn Brentford. Þetta má ekki gerast, ég get ekki verið að horfa á Mason Mount spila sem vinstri vængbakvörður. Það er bara algjörlega fáránlegt."
Athugasemdir
banner