Hrannar Snær var hetja Mosfellinga í dag þegar hann skoraði tvö mörk í endurkomusigri gegn KA í Mosfellsbæ fyrr í dag. Það var alvöru líflína í baráttunni um að halda sér í Bestu deildinni og ræddi undirritaður við Hrannar að leikslokum.
Lestu um leikinn: Afturelding 3 - 2 KA
„Heldur betur, það er bara alvöru barátta inn í síðustu leikina, fulla ferð áfram.''
„Það var ekki búið að vera alveg eins góð barátta og við vildum í fyrri hálfleik, vorum að tapa alltof mörgum einvígum og boltinn var ekki að rúlla nógu hratt á milli okkar, við tókum smá spjall í hálfleik og vorum bara með trúnna og ákváðum að keyra þetta betur í gang.''
Hrannar var orðaður frá Aftureldingu í sumarglugganum og félög í efri hluta deildarinnar höfðu áhuga á honum, hvað ætlar Hrannar að gera eftir tímabilið?
„Við ætlum að halda okkur uppi, það er það eina sem ég ætla að segja.''
Nánar er rætt við Hrannar í spilaranum hér fyrir ofan.