Erkifjendur á eftir Branthwaite - Atlético á eftir Greenwood - Tekur Potter við Man Utd?
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Birnir Snær: 5-10 mínútur þar sem við vorum ekki seigir
Haddi Jónasar: Ég ætla ekki að henda Tönning undir rútuna
Maggi Már: Strætó #15 rúllar í gegnum allan Mosfellsbæinn og fer beint niður á Meistaravelli og stoppar þar fyrir utan
Muhamed Alghoul: Sýndum afhverju við eigum skilið að ná þessu markmiði okkar
Frans Elvarsson: Gaman að loksins vinna á þessum velli
Nacho Heras: Hugsaði jafnvel að ég ætti bara að gefast upp
Haraldur Freyr: Fann bara að orkan í okkur var frábær
Sindri Kristinn fullur þakklætis: „Ég er svo hamingjusamur að hafa náð þessu með félaginu mínu"
Hemmi Hreiðars: Held að fólk átti sig ekki á því
Dóri Árna: Svekkelsi að fá ekki betri stöður með útileikmann í markinu
Viktor Jóns: Með breytingum fara menn upp á tærnar
Björn Daníel líklega að hætta: Held það sé best að hætta á þessum nótum
Framtíð Heimis í óvissu: Ólíklegt að ég haldi áfram
Lárus Orri: Gripið inn í leikinn með skrítnum dómgæslum
Óskar Hrafn: Hlutir fara stundum öðruvísi en maður ætlar sér
Nablinn: Ekki til neitt sem heitir lokaður leikur þegar þú ert með Hemma sem þjáflara
Jón Kristinn: Þessir Spánverjar eru gull
Fjórði dómarinn ósammála dómaranum - „Hann bara þorði ekki að dæma“
Ingó Sig: Minnti mig á Ronaldinho gegn Englandi 2002
banner
   sun 28. september 2025 19:22
Baldvin Már Borgarsson
Hrannar Snær: Við ætlum að halda okkur uppi
Hrannar Snær fagnar markinu sínu í dag.
Hrannar Snær fagnar markinu sínu í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Hrannar Snær var hetja Mosfellinga í dag þegar hann skoraði tvö mörk í endurkomusigri gegn KA í Mosfellsbæ fyrr í dag. Það var alvöru líflína í baráttunni um að halda sér í Bestu deildinni og ræddi undirritaður við Hrannar að leikslokum.


Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  2 KA

„Heldur betur, það er bara alvöru barátta inn í síðustu leikina, fulla ferð áfram.''

„Það var ekki búið að vera alveg eins góð barátta og við vildum í fyrri hálfleik, vorum að tapa alltof mörgum einvígum og boltinn var ekki að rúlla nógu hratt á milli okkar, við tókum smá spjall í hálfleik og vorum bara með trúnna og ákváðum að keyra þetta betur í gang.''

Hrannar var orðaður frá Aftureldingu í sumarglugganum og félög í efri hluta deildarinnar höfðu áhuga á honum, hvað ætlar Hrannar að gera eftir tímabilið?

„Við ætlum að halda okkur uppi, það er það eina sem ég ætla að segja.''

Nánar er rætt við Hrannar í spilaranum hér fyrir ofan.


Athugasemdir