Magnús Már Einarsson er þjálfari Aftureldingar, hann er 36 ára og er á sínu sjötta ári sem aðalþjálfari uppeldisfélagsins. Fyrstu fimm tímabilin var Afturelding í Lengjudeildinni en fór upp í Bestu deildina síðasta haust.
Hann er með lausan samning eftir tímabilið en segir við Fótbolta.net að það sé gagnkvæmur vilji hans og stjórnar að framlengja samstarfið.
Hann er með lausan samning eftir tímabilið en segir við Fótbolta.net að það sé gagnkvæmur vilji hans og stjórnar að framlengja samstarfið.
Lestu um leikinn: Afturelding 3 - 2 KA
„Það hafa engar viðræður átt sér stað, það er bara fókus á það sem við erum að gera, ég hef bara aðeins spjallað við stjórnina. Við erum í miðju verkefni að halda okkur uppi í Bestu deildinni. Ég held það sé nú alveg gagnkvæmur vilji til að halda samstarfinu áfram, en við þurfum að byrja á að festa okkur í þessari deild. Öll einbeiting er á því, ég hef ekki tíma til að pæla í öðru þessa dagana," sagði Maggi eftir leikinn gegn KA á sunnudag.
Afturelding er í fallsæti í Bestu deildinni sem stendur, þrír leikir eru eftir og er næsti leikur liðsins gríðarlega mikilvægur útileikur gegn KR.
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. ÍBV | 24 | 9 | 6 | 9 | 30 - 29 | +1 | 33 |
2. KA | 24 | 9 | 5 | 10 | 35 - 44 | -9 | 32 |
3. ÍA | 24 | 9 | 1 | 14 | 33 - 45 | -12 | 28 |
4. Vestri | 24 | 8 | 3 | 13 | 23 - 37 | -14 | 27 |
5. Afturelding | 24 | 6 | 7 | 11 | 33 - 42 | -9 | 25 |
6. KR | 24 | 6 | 6 | 12 | 46 - 58 | -12 | 24 |
Athugasemdir