Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   þri 30. september 2025 09:05
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Telur að það sé gagnkvæmur vilji fyrir áframhaldandi samstarfi
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Magnús Már Einarsson er þjálfari Aftureldingar, hann er 36 ára og er á sínu sjötta ári sem aðalþjálfari uppeldisfélagsins. Fyrstu fimm tímabilin var Afturelding í Lengjudeildinni en fór upp í Bestu deildina síðasta haust.

Hann er með lausan samning eftir tímabilið en segir við Fótbolta.net að það sé gagnkvæmur vilji hans og stjórnar að framlengja samstarfið.

Lestu um leikinn: Afturelding 3 -  2 KA

„Það hafa engar viðræður átt sér stað, það er bara fókus á það sem við erum að gera, ég hef bara aðeins spjallað við stjórnina. Við erum í miðju verkefni að halda okkur uppi í Bestu deildinni. Ég held það sé nú alveg gagnkvæmur vilji til að halda samstarfinu áfram, en við þurfum að byrja á að festa okkur í þessari deild. Öll einbeiting er á því, ég hef ekki tíma til að pæla í öðru þessa dagana," sagði Maggi eftir leikinn gegn KA á sunnudag.

Afturelding er í fallsæti í Bestu deildinni sem stendur, þrír leikir eru eftir og er næsti leikur liðsins gríðarlega mikilvægur útileikur gegn KR.
Innkastið - Þjálfarakapall og Víkingar meistarar
Besta-deild karla - Neðri hluti
Lið L U J T Mörk mun Stig
1.    KA 26 10 6 10 41 - 46 -5 36
2.    ÍBV 26 9 6 11 31 - 33 -2 33
3.    ÍA 26 10 1 15 36 - 50 -14 31
4.    Vestri 26 8 5 13 25 - 39 -14 29
5.    KR 26 7 7 12 50 - 61 -11 28
6.    Afturelding 26 6 9 11 36 - 45 -9 27
Athugasemdir