Erkifjendur á eftir Branthwaite - Atlético á eftir Greenwood - Tekur Potter við Man Utd?
   sun 28. september 2025 16:56
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Nýliðar Elche halda áfram að skrá sig á spjöld sögunnar
Elche hefur ekki enn tapað leik í deildinni
Elche hefur ekki enn tapað leik í deildinni
Mynd: EPA
Akor Adams fagnar sigurmarkinu gegn Rayo
Akor Adams fagnar sigurmarkinu gegn Rayo
Mynd: EPA
Spænska liðið Elche er að eiga algert öskubuskuævintýri í La Liga, en liðið er taplaust í deildinni þegar sjö umferðir eru búnar.

Sigur Elche gegn Celta Vigo var sá þriðji á tímabilinu, en það var Andre Silva sem kom liðinu af stað með marki á 18. mínútu sem var hans þriðja í síðustu fjórum leikjum.

Forysta Elche varði aðeins í fjórar mínútur. Ilaix Moriba kom boltanum inn á Borja Iglesias sem skoraði fimmta leikinn í röð.

Celta Vigo gat tekið forystuna úr vítaspyrnu snemma í síðari hálfleik en Ionut Radu héld Elche-mönnum á floti laglegri markvörslu.

John Donald sá um að sækja stigin þrjú fyrir Elche er hann hirti frákast og hamraði boltanum í þaknetið.

Þriðji sigur Elche staðreynd og liðið áfram taplaust eftir sjö leiki.

Nýtt félagsmet hjá nýliðunum sem eru að spila sitt áttunda tímabil í efstu deild síðan félagið var sett á laggirnar árið 1923. Það er að slá félagsmetið í hverri viku, en fyrir tímabilið hafði liðinu aðeins tekist að vinna þrjá leiki í röð í efstu deild.

Elche er í 4. sæti með 13 stig, fimm stigum frá toppnum.

Akor Adams var hetja Sevilla í 1-0 sigrinum á Rayo Vallecano í Madríd.

Nígeríumaðurinn tryggði sigurinn á 87. mínútu. Fyrirgjöfin kom frá hægri og smellhitti Adams boltann sem fór í samskeytin nær.

Í uppbótartíma var Sergio Camello, leikmaður Rayo, rekinn af velli fyrir kjaftbrúk.

Sevilla er í 8. sæti með 10 stig en Rayo í 16. sæti með 5 stig.

Elche 2 - 1 Celta
1-0 Andre Silva ('18 )
1-1 Borja Iglesias ('22 )
1-1 Rafa Mir ('54 , Misnotað víti)
2-1 John Donald ('68 )

Rayo Vallecano 0 - 1 Sevilla
0-1 Akor Adams ('87 )
Rautt spjald: Sergio Camello, Rayo Vallecano ('90)
Stöðutaflan Spánn La Liga - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Real Madrid 7 6 0 1 16 8 +8 18
2 Barcelona 6 5 1 0 19 4 +15 16
3 Villarreal 7 5 1 1 13 5 +8 16
4 Atletico Madrid 7 3 3 1 14 9 +5 12
5 Espanyol 7 3 3 1 10 9 +1 12
6 Elche 7 2 5 0 9 6 +3 11
7 Getafe 7 3 2 2 8 9 -1 11
8 Sevilla 7 3 1 3 11 10 +1 10
9 Athletic 7 3 1 3 7 8 -1 10
10 Betis 6 2 3 1 9 7 +2 9
11 Alaves 7 2 2 3 6 7 -1 8
12 Valencia 6 2 2 2 8 10 -2 8
13 Osasuna 6 2 1 3 5 5 0 7
14 Celta 7 0 6 1 6 8 -2 6
15 Levante 7 1 2 4 11 14 -3 5
16 Vallecano 7 1 2 4 7 10 -3 5
17 Real Sociedad 6 1 2 3 6 9 -3 5
18 Mallorca 7 1 2 4 6 11 -5 5
19 Girona 7 0 3 4 3 16 -13 3
20 Oviedo 6 1 0 5 2 11 -9 3
Athugasemdir
banner