Þýskalandsmeistarar FC Bayern eru í viðræðum við miðvörðinn Dayot Upamecano um nýjan samning, en hann á aðeins eitt ár eftir af núverandi samningi sínum við stórveldið.
Liverpool og Real Madrid eru talin vera hvað mest áhugasöm um miðvörðinn en Manchester United, Inter og Paris Saint-Germain hafa einnig verið nefnd til sögunnar.
Max Eberl, yfirmaður fótboltamála hjá Bayern, segir að samningaviðræður við leikmanninn séu enn í gangi.
„Það kemur ekki á óvart að mörg félög hafi áhuga á Dayot Upamecano... við erum líka áhugasamir um að framlengja samninginn hans," sagði Eberl. „Svona mál taka tíma, við erum í viðræðum. Við erum að reyna að sannfæra hann um að taka þátt í verkefninu sem er í gangi hjá Bayern."
15.09.2025 21:30
Bayern í viðræðum við Upamecano
Athugasemdir