Það er aðeins einn leikur á dagskrá í Bestu deild karla í kvöld og gæti þetta reynst mikilvægasti leikur deildartímabilsins.
Stjarnan tekur þar á móti Víkingi R. í titilbaráttuslag. Garðbæingar þurfa sigur á heimavelli til að halda í við Víkinga í titilbaráttunni, á meðan Víkingur getur svo gott sem tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn með sigri.
Víkingur trónir á toppi deildarinnar með fjögurra stiga forystu fyrir þessa viðureign.
Stjarnan hefur þó verið á miklu skriði undanfarnar vikur en gerði þó jafntefli á heimavelli gegn FH í síðustu umferð.
Leikur kvöldsins
19:15 Stjarnan-Víkingur R. (Samsungvöllurinn)
Besta-deild karla - Efri hluti
Lið | L | U | J | T | Mörk | mun | Stig |
---|---|---|---|---|---|---|---|
1. Víkingur R. | 26 | 16 | 6 | 4 | 56 - 31 | +25 | 54 |
2. Valur | 26 | 13 | 6 | 7 | 61 - 44 | +17 | 45 |
3. Stjarnan | 25 | 12 | 5 | 8 | 47 - 41 | +6 | 41 |
4. Breiðablik | 26 | 10 | 9 | 7 | 43 - 40 | +3 | 39 |
5. FH | 26 | 8 | 9 | 9 | 46 - 42 | +4 | 33 |
6. Fram | 25 | 9 | 5 | 11 | 36 - 36 | 0 | 32 |
Athugasemdir