Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
   fim 28. ágúst 2025 11:32
Elvar Geir Magnússon
Heimild: KSÍ 
Ísbjörninn tapaði stórt í fyrsta leik í Evrópukeppninni í Futsal
Ísbjörninn hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn í Futsal fjögur ár í röð.
Ísbjörninn hefur unnið Íslandsmeistaratitilinn í Futsal fjögur ár í röð.
Mynd: KSÍ
Ísbjörninn hóf leik í Evrópukeppni félagsliða í Futsal í gær þegar liðið tapaði 12-2 gegn Tigers Roermond frá Hollandi.

Riðillinn er leikinn í Tirana í Albaníu og mætir liðið einnig Vllaznia Futsal frá Albaníu í dag og KMF Bajo Pviljanin frá Svartfjallalandi á laugardag.

Sigurvegari riðilsins fer áfram í næstu umferð forkeppninnar.

Ísbjörninn hefur verið að taka þátt í Evrópukeppninni í Futsal, innanhúss fótbolta, fyrir hönd Íslands undanfarin ár en liðið hefur fjórum sinnum í röð orðið Íslandsmeistari.

Í úrslitaleik Íslandsmótsins í byrjun árs vann Ísbjörninn 6-5 sigur gegn Mosfellingum, sameiginlegu liði Aftureldingar, Hvíta Riddarans og Álafoss.
Athugasemdir
banner