Garnacho á leið til Chelsea - Milan hefur áhuga á Nkunku og Akanji - Newcastle gerir nýtt tilboð í Larsen
   fim 28. ágúst 2025 20:48
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin: Bröndby og Besiktas úr leik - Albert áfram
Mynd: Víkingur
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Átján leikjum er lokið í Sambandsdeildinni í dag og í kvöld og má sjá helstu úrslitin hér fyrir neðan.

Þar er helst að frétta að danska stórliðið Bröndby kemst ekki í deildarkeppnina eftir tap á heimavelli gegn Strasbourg frá Frakklandi.

Danirnir réðu ekki við Félix Lemaréchal sem lagði upp fyrstu tvö mörk leiksins í fyrri hálfleik. Daniel Wass og Michael Gregoritsch skoruðu fyrir heimamenn í síðari hálfleik en það dugði ekki til, lokatölur 2-3 fyrir Strasbourg. Emanuel Emegha var atkvæðamestur með tvennu til að tryggja Strasbourg þátttökurétt í deildarkeppninni.

Þetta er afar svekkjandi tap fyrir Bröndby sem var sterkari aðilinn á heimavelli en tapaði samt. Bröndby sló Víking R. úr leik eftir sögulegar viðureignir liðanna í síðustu umferð forkeppninnar.

Þá komu nokkrir Íslendingar við sögu þar sem Albert Guðmundsson og félagar í liði Fiorentina tryggðu sig áfram. Ítalirnir voru þó smeykir eftir fyrri hálfleikinn í kvöld þar sem þeir lentu tveimur mörkum undir á heimavelli.

Alberti var skipt inn í hálfleik, þegar staðan var 0-2, og náði Fiorentina að snúa leiknum við svo lokatölur urðu 3-2. Robin Gosens kom inn af bekknum á sama tíma og Albert og lagði hann upp tvö mörk áður en Edin Dzeko kláraði einvígið með marki á 89. mínútu.

Tyrkneska stórveldið Besiktas er óvænt úr leik eftir tap á heimavelli gegn Lausanne. Felix Udokhai, Gabriel Paulista, Wilfred Ndidi, Joao Mario, Rafa Silva og Tammy Abraham voru meðal byrjunarliðsmanna í sterku liði Besiktas.

Tyrkirnir í liði Basaksehir frá Istanbúl eru einnig úr leik eftir tap gegn Universitatea Craiova í Rúmeníu.

AZ Alkmaar tryggði sér þátttöku í deildarkeppninni með auðveldum sigri gegn Levski Sofia á meðan BK Häcken frá Svíþjóð og Rayo Vallecano frá Spáni komust einnig áfram.

Omonia 1 - 0 Wolfsberger AC
1-0 Willy Semedo ('39 )
Rautt spjald: Mateo Maric, Omonia ('60)
5-4 í vítaspyrnukeppni

Besiktas 0 - 1 Lausanne
0-1 Nathan Butler-Oyedeji ('45 )
Rautt spjald: Felix Uduokhai, Besiktas ('46)

Rigas FS 2 - 2 Hamrun Spartans
0-1 Saliou Thioune ('12 )
1-1 Stefan Panic ('17 , víti)
1-2 Vincenzo Polito ('67 )
2-2 Darko Lemajic ('87 )

Rapid Vín 2 - 0 Gyor
1-0 Claudy MBuyi ('7 )
2-0 Claudy MBuyi ('81 )

AZ Alkmaar 4 - 1 Levski Sofia
1-0 Ibrahim Sadiq ('3 )
2-0 Mexx Meerdink ('6 )
3-0 Ibrahim Sadiq ('45 )
3-1 Everton Bala ('46 )
4-1 Lequincio Zeefuik ('86 )

CFR Cluj 1 - 0 Hacken
1-0 Adrian Paun ('48 )

Universitatea Craiova 3 - 1 Istanbul Basaksehir
0-1 Davie Selke ('7 )
1-1 Alexandru Cicaldau ('9 )
2-1 Stefan Baiaram ('27 )
3-1 Steven Nsimba ('81 )
Rautt spjald: Christopher Operi, Istanbul Basaksehir ('80)

AEK 2 - 0 Anderlecht
1-0 Aboubakary Koita ('36 )
2-0 Dereck Kutesa ('48 )

Arda Kardzhali 1 - 2 Rakow
0-1 Peter Barath ('2 )
1-1 Antonio Vutov ('59 , víti)
1-2 Ivi ('90 , Misnotað víti)
1-2 Ivi ('90 )
Rautt spjald: Georgi Nikolov, Arda ('70)
RAutt spjald: Dimitar Velkovski, Arda ('90)

Brondby 2 - 3 Strasbourg
0-1 Emanuel Emegha ('15 )
0-2 Ismael Doukouire ('40 )
1-2 Daniel Wass ('44 )
1-3 Emanuel Emegha ('66 )
2-3 Michael Gregoritsch ('85 )

Differdange 0 - 1 Drita FC
0-1 Besnik Krasniqi ('62 , víti)
Rautt spjald: Andreas Buch, Differdange ('3)

Fiorentina 3 - 2 Polessya
0-1 Oleksandr Nazarenko ('2 )
0-2 Oleksandr Andriyevskyi ('14 )
1-2 Dodo ('78 )
2-2 Luca Ranieri ('86 )
3-2 Edin Dzeko ('89 )

Ostrava 0 - 2 Celje
0-1 Nikita Iosifov ('10 )
0-2 Zan Karnicnik ('21 )

Rayo Vallecano 4 - 0 Neman
1-0 Alvaro Garcia ('64 )
2-0 Sergio Camello ('65 )
3-0 Jorge De Frutos Sebastian ('80 )
4-0 Alvaro Garcia ('89 )

Dinamo Tirana 1 - 1 Jagiellonia
1-0 Dejvi Bregu ('68 )
1-1 Dimitris Rallis ('79 )

Linfield FC 0 - 2 Shelbourne
0-1 Harry Wood ('23 )
0-2 Ali Coote ('30 )
Athugasemdir
banner