Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   mán 28. september 2020 21:31
Aksentije Milisic
Klopp: Sagði Keane að við vorum slappir í kvöld? Kannski var hann að tala um annan leik
Mynd: Getty Images
Jurgen Klopp, stjóri Liverpool, skaut á Roy Keane þegar hann mætti í viðtal á Sky Sports eftir sigurinn gegn Arsenal í kvöld.

Liverpool vann 3-1 sigur á Arsenal á Anfield þar sem nýji maðurinn Diogo Jota gulltryggði sigurinn.

Keane sagði að varnarlega voru Liverpool slappir í nokkur skipti og Klopp fannst hann heyra eitthvað um það áður en hann kom í viðtalið og byrjaði því að láta Keane aðeins heyra það.

„Sagði Herra Keane að við höfum verið slappir í kvöld? Mér fannst ég heyra það, kannski var hann að tala um annan leik," sagði Klopp.

„Þetta var frábær frammistaða, ekkert var slæmt við hana. Alls ekki neitt. Frá fyrstu sekúndu tókum við völdin á móti liði sem er í góðu formi. Allison varði tvisvar og þeir komust bak við vörnina okkar en það er ekki hægt að forðast það. Fyrir utan það, fótboltinn sem við spiluðum var gjörsamlega frábær."

Keane svaraði þá Klopp og sagði að hann hafi sagt að Liverpool hafi átt nokkrar slæmar ákvarðanir í vörninni en heilt yfir hafi liðið spilað mjög vel og unnið sanngjart. Hann sagði við Klopp að hann hafi ekki skilið Keane rétt.
Athugasemdir
banner
banner
banner