Koné fer til Manchester - Zirkzee fær loforð frá Roma - Chelsea og Villa skoða Santi Castro - John Terry til Oxford? - Aké eftirsóttur
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
banner
   fim 28. september 2023 10:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveinn Þór spenntur: Risastórt fyrir félögin í neðri deildum
Sveinn Þór Steingrímsson.
Sveinn Þór Steingrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hlakka mikið til að mæta þeim, þetta er stemningslið og ég held að þetta verði geggjaður leikur," sagði Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Víðis í Garði, í samtali við Fótbolta.net í gær.

Á morgun spilar Víðir við KFG í fyrsta úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins, bikarkeppni neðri deilda.

Leikurinn fer fram á þjóðarleikvangnum, Laugardalsvelli.

„Tilfinningin er rosalega góð. Deildin fór eins og hún fór, en þessi keppni er annað. Þetta verður sturlað, alveg geggjað. Stórt hrós til Fótbolta.net og KSÍ hvernig er verið að setja þennan leik upp."

Víðir mistókst að komast upp úr 3. deild sem voru vonbrigði en það er mikil gulrót að vera komin í úrslitaleik á Laugardalsvelli.

„Það er gulrót að komast í þennan leik, alveg klárlega," segir Sveinn.

Víðismenn eru ekki alveg ókunnugir því að leika til úrslita um bikar á Laugardalsvelli en liðið lék til úrslita í bikarkeppni KSÍ sumarið 1987 og mætti þar Fram. Lokatölur urðu 5-0 í leik þar sem Víðismenn sáu lítið af boltanum innan sinna raða gegn einu öflugasta liði landsins á þeim árum.

„Auðvitað er þetta í fyrsta sinn sem þessi keppni er en miðað við það hvernig er verið að tríta þennan leik, þá er þetta risastórt fyrir félögin í neðri deildum. Ég er að vonast til að fólk mæti og ég skora á leikmenn, stjórnir og þjálfara úr neðri deildum að mæta," sagði Sveinn.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
   28.09.2023 08:15
Upplýsingapakki fyrir úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins

Athugasemdir
banner
banner
banner