Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   fim 28. september 2023 10:22
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sveinn Þór spenntur: Risastórt fyrir félögin í neðri deildum
Sveinn Þór Steingrímsson.
Sveinn Þór Steingrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Ég hlakka mikið til að mæta þeim, þetta er stemningslið og ég held að þetta verði geggjaður leikur," sagði Sveinn Þór Steingrímsson, þjálfari Víðis í Garði, í samtali við Fótbolta.net í gær.

Á morgun spilar Víðir við KFG í fyrsta úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins, bikarkeppni neðri deilda.

Leikurinn fer fram á þjóðarleikvangnum, Laugardalsvelli.

„Tilfinningin er rosalega góð. Deildin fór eins og hún fór, en þessi keppni er annað. Þetta verður sturlað, alveg geggjað. Stórt hrós til Fótbolta.net og KSÍ hvernig er verið að setja þennan leik upp."

Víðir mistókst að komast upp úr 3. deild sem voru vonbrigði en það er mikil gulrót að vera komin í úrslitaleik á Laugardalsvelli.

„Það er gulrót að komast í þennan leik, alveg klárlega," segir Sveinn.

Víðismenn eru ekki alveg ókunnugir því að leika til úrslita um bikar á Laugardalsvelli en liðið lék til úrslita í bikarkeppni KSÍ sumarið 1987 og mætti þar Fram. Lokatölur urðu 5-0 í leik þar sem Víðismenn sáu lítið af boltanum innan sinna raða gegn einu öflugasta liði landsins á þeim árum.

„Auðvitað er þetta í fyrsta sinn sem þessi keppni er en miðað við það hvernig er verið að tríta þennan leik, þá er þetta risastórt fyrir félögin í neðri deildum. Ég er að vonast til að fólk mæti og ég skora á leikmenn, stjórnir og þjálfara úr neðri deildum að mæta," sagði Sveinn.

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér að ofan.
   28.09.2023 08:15
Upplýsingapakki fyrir úrslitaleik Fótbolti.net bikarsins

Athugasemdir
banner