Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 28. október 2020 21:41
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Championship: Jón Daði og félagar í þriðja sæti
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Landsliðsmaðurinn Jón Daði Böðvarsson kom inn á sem varamaður í góðum útisigri Milwall í Championship-deildinni á Englandi.

Milwall sótti Preston heim. Daninn Kenneth Zohore kom Milwall yfir í byrjun seinni hálfleiks. Jed Wallace gerði annað mark Milwall af vítapunktinum á 84. mínútu og þar við sat. Milwall er í þriðja sæti með 15 stig.

Það voru tvö 1-1 jafntefli í leikjum kvöldsins, en Bournemouth lyfti sér upp í annað sæti með góðum 1-0 sigri gegn Bristol City á heimavelli.

Reading er á toppi deildarinnar með sex stiga forystu á Bournemouth, en Reading hefur farið afskaplega vel af stað í deildinni á tímabilinu.

Rotherham vann 3-0 sigur á Sheffield Wednesday. Það þurfti að stöðva þann leik um nokkurt skeið á sjöttu mínútu þar sem það var dróni yfir vellinum.

Bournemouth 1 - 0 Bristol City
1-0 Arnaut Danjuma ('81 )

Birmingham 2 - 1 Huddersfield
1-0 Gary Gardner ('27 )
1-1 Isaac Mbenza ('85 )
2-1 Lucas Jutkiewicz ('90 )

Derby County 1 - 1 Cardiff City
1-0 Martyn Waghorn ('24 )
1-1 Kieffer Moore ('77 )

Luton 1 - 1 Nott. Forest
1-0 Glen Rea ('22 )
1-1 Glen Rea ('64 , sjálfsmark)
Rautt spjald: Nicholas Ioannou, Nott. Forest ('44)

Preston NE 0 - 2 Millwall
0-1 Kenneth Zohore ('54 )
0-2 Jed Wallace ('84 , víti)

Rotherham 3 - 0 Sheffield Wed
1-0 Jamie Lindsay ('5 )
2-0 Daniel Barlaser ('40 , víti)
3-0 Jamie Lindsay ('45 )
Rautt spjald: Tom Lees, Sheffield Wed ('39)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner