banner
   fim 28. nóvember 2019 18:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sjáðu ótrúlegt klúður Tahith Chong
Chong í leiknum.
Chong í leiknum.
Mynd: Getty Images
Hollenski kantmaðurinn Tahith Chong klúðraði algjöru dauðafæri fyrir Manchester United í 2-1 tapi gegn Astana í Evrópudeildinni.

Man Utd var nú þegar búið að tryggja sig áfram í 32-liða úrslit Evrópudeildarinnar fyrir leikinn gegn Astana í Kasakstan. Því tók Ole Gunnar Solskjær, stjóri United, þá ákvörðun að leyfa mörgum ungum leikmönnum að spila gegn Astana.

Hinn 19 ára gamli Chong var einn af þeim sem komu inn í byrjunarliðið.

Hann fékk dauðafæri til að koma United í 2-0 snemma í seinni hálfleiknum, en setti boltann yfir markið - einn gegn marki. Klúðrið má sjá hérna.

Stuttu síðar jafnaði Astana og fljótlega eftir jöfnunarmarkið varð staðan 2-1 fyrir heimamenn. Þannig enduðu leikar og því var klúðrið hjá Chong dýrkeypt.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner