sun 28. nóvember 2021 23:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Komu frá Dallas en fengu engan leik - Kane gerir góðverk
Harry Kane.
Harry Kane.
Mynd: Getty Images
Leik Burnley og Tottenham sem átti að fara fram í dag var frestað vegna snjókomu á Englandi.

Það var ekki hægt að spila á Turf Moor vegna veðurs.

Þetta var frekar óhentugt fyrir marga, sérstaklega fyrir fólk sem var að koma frá öðrum löndum til að sjá leikinn.

Ken og Brandi Saxton komu alla leið frá Dallas í Bandaríkjunum til að sjá leikinn, en í staðinn fengu þau bara að sjá snjóinn falla í Burnley. Ekki oft sem það gerist, en í dag vildi svo óheppilega til að það gerðist.

Leiknum var frestað og fengu þau því ekki að sjá sína menn í Tottenham spila.

Harry Kane, stærsta stjarna Tottenham, sá færslur þeirra á samfélagsmiðlum og ákvað að gera góðverk.

„Ég vil bjóða ykkur að koma á næsta heimaleik - sem gestir mínir - þegar þið eruð næst í London," skrifaði Kane á Twitter.

Vel gert hjá enska landsliðsfyrirliðanum!


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner