Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fim 28. nóvember 2024 22:09
Ívan Guðjón Baldursson
Evrópudeildin: Höjlund tryggði fyrsta sigur Amorim
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Mynd: Malmö
Mynd: EPA
Það var nóg um að vera í Evrópudeildinni í kvöld þar sem nokkrir Íslendingar komu við sögu á meðan Manchester United og Tottenham áttu heimaleiki.

Elías Rafn Ólafsson átti góðan leik á milli stanga FC Midtjylland en tókst ekki að koma í veg fyrir tap á heimavelli gegn spútnik liði þýsku deildarinnar, Eintracht Frankfurt.

Hinn feykiöflugi Omar Marmoush lagði fyrsta markið upp og skoraði svo úr vítaspyrnu í síðari hálfleik til að tryggja sínum mönnum sigur.

Á Englandi átti Man Utd heimaleik gegn Bodö/Glimt og tók Alejandro Garnacho forystuna strax á fyrstu mínútu eftir vandræðagang í varnarleik Norðmannanna.

Gestirnir frá Bodö voru þó ekki mættir á Old Trafford til að láta niðurlægja sig og svöruðu með tveimur mörkum til að snúa stöðunni við.

Håkon Evjen jafnaði fyrst metin áður en Philip Zinckernagel tók forystuna, en Rasmus Höjlund skoraði jöfnunarmark skömmu fyrir leikhlé eftir fyrirgjöf frá Noussair Mazraoui.

Staðan var 2-2 í hálfleik og gerði Rúben Amorim eina skiptingu í leikhlé, þar sem Diogo Dalot kom inn fyrir Tyrell Malacia. Rauðu djöflarnir voru sterkari aðilinn í síðari hálfleiknum og skoraði Höjlund strax á 50. mínútu.

Það reyndist vera sigurmark leiksins þar sem lokatölur urðu 3-2 fyrir Man Utd. Fyrsti sigur Amorim staðreynd, eftir tvo leiki við stjórnvölinn.

Á sama tíma mistókst Tottenham að sigra gegn AS Roma eftir ótrúlega fjörugan slag þar sem bæði lið voru vaðandi í færum.

Son Heung-min skoraði fyrst úr vítaspyrnu fyrir heimamenn áður en Evan Ndicka jafnaði með skalla eftir aukaspyrnu frá Paulo Dybala.

Stephan El Shaarawy kom boltanum í netið skömmu síðar en ekki dæmt mark vegna rangstöðu. Tottenham var vaðandi í færum í kjölfarið og tókst Brennan Johnson að taka forystuna á ný á 34. mínútu.

Það var hreint með ólíkindum að Tottenham hafi ekki tekist að skora meira fyrir leikhlé, en í síðari hálfleik voru Rómverjar sterkari aðilinn.

Artem Dovbyk kom boltanum í netið í tvígang en í bæði skiptin var dæmd rangstæða og tókst lærisveinum Claudio Ranieri ekki að jafna þrátt fyrir urmul marktækifæra.

Tottenham fékk einnig góð færi til að gera út um viðureignina með þriðja markinu en tókst ekki. Það var í uppbótartíma sem Mats Hummels skoraði jöfnunarmark fyrir Roma í kjölfar hornspyrnu, eftir fasta fyrirgjöf frá Angelino. Hann bjargaði þannig stigi fyrir Roma og urðu lokatölur 2-2.

Tottenham er með 10 stig eftir 5 umferðir á meðan Man Utd á 9 stig. Til gamans má geta að Bodö/Glimt er búið að safna 7 stigum á meðan Roma er með 6 stig.

Á Spáni var Orri Steinn Óskarsson ekki í hóp hjá Real Sociedad vegna meiðsla, en Sociedad hafði betur gegn Ajax í kvöld. Kristian Nökkvi Hlynsson kom inn af bekknum og spilaði síðustu 20 mínúturnar í tapliði Ajax.

Lokatölur urðu 2-0 fyrir Sociedad sem er komið með 7 stig eftir 5 umferðir. Ajax er í góðri stöðu með 10 stig.

Lærisveinar José Mourinho í liði Fenerbahce unnu þá nauman sigur í Prag þar sem Edin Dzeko skoraði í fyrri hálfleik áður en Youssef En Nesyri gerði sigurmark á lokakaflanum eftir stoðsendingu frá Dusan Tadic. Fenerbahce er með 8 stig eftir sigurinn.

Daníel Tristan Guðjohnsen fékk þá að spreyta sig í 4-1 tapi Malmö á útivelli gegn Ferencvaros, en Malmö er aðeins með 3 stig eftir 5 umferðir og á góðri leið með að vera slegið úr leik.

Midtjylland 1 - 2 Eintracht Frankfurt
0-1 Hugo Larsson ('7 )
1-1 Nnamdi Collins ('49 , sjálfsmark)
1-2 Omar Marmoush ('57 , víti)

Twente 0 - 1 St. Gilloise
0-1 Mohammed Fuseini ('11 )

Steaua 0 - 0 Olympiakos
Rautt spjald: Daniel Birligea, Steaua ('67)

Ferencvaros 4 - 1 Malmo FF
1-0 Barnabas Varga ('8 , víti)
2-0 Barnabas Varga ('11 )
2-1 Erik Botheim ('18 , víti)
3-1 Kady Borges ('53 )
4-1 Ibrahim Cisse ('74 )

Manchester Utd 3 - 2 Bodo-Glimt
1-0 Alejandro Garnacho ('1 )
1-1 Hakon Evjen ('19 )
1-2 Philip Zinckernagel ('23 )
2-2 Rasmus Hojlund ('45 )
3-2 Rasmus Hojlund ('50 )

Nice 1 - 4 Rangers
0-1 Vaclav Cerny ('35 )
0-2 Mohammed Diomande ('38 )
0-3 Hamza Igamane ('45 )
0-4 Hamza Igamane ('54 )
1-4 Badredine Bouanani ('83 )

Real Sociedad 2 - 0 Ajax
1-0 Ander Barrenetxea ('67 )
2-0 Takefusa Kubo ('85 )

Slavia Prag 1 - 2 Fenerbahce
1-0 Tomas Chory ('7 )
1-1 Edin Dzeko ('35 )
1-2 Youssef En-Nesyri ('85 )

Braga 3 - 0 Hoffenheim
1-0 Bruma ('2 )
2-0 Roger Fernandes ('8 )
3-0 Vitor Carvalho ('90 )

Tottenham 2 - 2 Roma
1-0 Son Heung-Min ('5 , víti)
1-1 Obite Evan Ndicka ('20 )
2-1 Brennan Johnson ('34 )
2-2 Mats Hummels ('91 )
Athugasemdir
banner
banner
banner