Arsenal og Chelsea vilja Isak - Þrír orðaðir við Liverpool - Potter orðaður við Wolves og West Ham
   fim 28. nóvember 2024 23:30
Ívan Guðjón Baldursson
Styrktaraðili Leicester er gjaldþrota
Jordan Ayew skrifaði undir hjá Leicester í ágúst.
Jordan Ayew skrifaði undir hjá Leicester í ágúst.
Mynd: Leicester
Fjárhættuspilasíðan BC.GAME hefur lengi verið skráð á hina ýmsu lista yfir ólöglegar og óáreiðanlegar veðmálasíður víða um heim.

Breska ríkisstjórnin hefur látið Google loka á vefsíðu BC.GAME á sínu svæði og það hefur gríska ríkisstjórnin sömuleiðis gert alveg eins og ríkisstjórnir Litháen og Búlgaríu.

BC.GAME spilavítið er talið svindla á notendum sínum og hefur gríðarlega neikvæðar umsagnir á veraldarvefnum.

Það vekur því athygli að BC.GAME sé stærsti styrktaraðilinn framan á treyjum Leicester City í ensku úrvalsdeildinni, sérstaklega í ljósi þess að búið er að lýsa fyrirtækið gjaldþrota í Curacao og mun fyrirtækið í kjölfarið tapa leyfi sínu til að reka spilavíti.

Það er sjaldgæft að fyrirtæki staðsett í Curacao missi rekstrarleyfið sitt enda er landið þekkt skattaparadís og peningaþvottastöð, en í þessu tilfelli þá skuldar BC.GAME rúmlega 2 milljónir dollara til notenda sinna og getur ekki staðið undir greiðslum.

Þess má geta að BC.GAME er einnig opinber samstarfsaðili argentínska fótboltasambandsins.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner