Vinicius Jr færist nær því að vera áfram hjá Real - Liverpool gæti gert janúartilboð í Semenyo
   fös 28. nóvember 2025 09:45
Elvar Geir Magnússon
73 ára O'Neill að gera góða hluti - „Konan mín hélt að ég myndi klúðra þessu“
Martin O'Neill.
Martin O'Neill.
Mynd: EPA
Hinn 73 ára gamli Martin O'Neill hefur verið að gera góða hluti sem bráðabirgðastjóri Celtic. Sex ár eru síðan O'Neill var síðast í stjórastarfi en hann svaraði kallinu þegar Celtic þurfti hjálp.

Celtic var í veseni þegar Brendan Rodgers sagi óvænt upp störfum en O'Neill hefur unnið fimm af sex leikjum með stjórnartaumana.

Celtic er komið fjórum stigum frá toppliði Hearts í skosku deildinni, vann Rangers og komst í úrslit skoska deildabikarsins og þá vann liðið frækinn Evrópuútisigur gegn Feyenoord 3-1 í gær.

„Það flaug ýmislegt í gegnum hausinn þegar ég tók þetta verkefni að mér. Dætur mínar voru hoppandi kátar en eiginkona mín sagði að ég myndi örugglega klúðra þessu," sagði O'Neill léttur eftir sigurinn í gær.

„Ég hef ekki klúðrað þessu hingað til! Þetta hefur verið frábært. Þú lifir eftir úrslitunum og þau hafa verið afskaplega góð. Sjálfstraustið er farið að flæða inn í liðið."

Miðað við gengi Celtic þá virðist félagið ekki þurfa að drífa sig að finna nýjan stjóra. Í umræðunni er hvort O'Neill verði mögulega fenginn til að klára tímabilið.
Athugasemdir
banner
banner
banner