Forgangsatriði fyrir Man Utd að fá Gyökeres - Zirkzee til Aston Villa?
Spenntur fyrir næsta skrefi - „Einn besti markvarðarþjálfari sem þú finnur á Íslandi"
Heimspekingur, kennari og nú þjálfari - „Þetta eru tímamót"
Bannað að mæta á stjórnarfund og var ráðinn í kjölfarið - „Mjög stoltur að félagið sé til í að veðja á mig"
Sverrir Ingi: Ef við viljum fara alla leið þá þurfum við að vera með okkar bestu menn
Leikplanið breytist þegar Orri meiðist - „Vorum ekki búnir að undirbúa okkur“
Jói Berg: Hareide verið flottur og það er uppgangur
Pirrandi hvernig við köstuðum þessu frá okkur - „Getur ekki kastað sér á bakvið það"
Aron telur Hareide á réttri leið - „Væri klárlega til í að sjá Norðmanninn áfram“
Andri Lucas: Stundum er fótboltinn svona, hann er ekki alltaf fallegur
Gulli Victor: Ég mæti hingað og er fagmaður
Orri Steinn hrósar varamönnunum: Breyta leiknum
Jón Dagur: Hann getur verið erfiður stundum
Jói Berg: Við gerðum þetta oft áður fyrr
Hákon: Hlaut einhver af þeim að hafa verið rangstæður
Logi svekktur að missa af leiknum gegn Wales: Var spenntur
Gripið í eistun á Stefáni - „Skil þetta ekki"
Mikael Egill: Ég sá bara Orra fagna í smettið á þeim
Age hreinskilinn: Fótbolti er fyndin íþrótt
Ísak: Nýtti það að vera smá reiður
Guðlaugur Victor: Hefur verið smá erfitt fyrir mig persónulega
   mán 29. janúar 2024 11:37
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Jóhann Birnir: Félag sem ætti frekar að verja að berjast um að komast í efstu deild
Jóhann Birnir Guðmundsson.
Jóhann Birnir Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
ÍR fagnar marki síðasta sumar.
ÍR fagnar marki síðasta sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Árni Freyr Guðnason.
Árni Freyr Guðnason.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Verður spennandi verkefni í sumar.
Verður spennandi verkefni í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
„Sumarið leggst mjög vel í mig. Þetta er virkilega skemmtilegt verkefni fyrir okkur að takast á við," segir Jóhann Birnir Guðmundsson, annar þjálfara ÍR, fyrir komandi tímabil.

Jóhann Birnir stýrir ÍR ásamt Árna Frey Guðnasyni en liðið komst upp úr 2. deild í fyrra.

„Síðasta sumar var hrikalega skemmtilegt. Önnur deildin er mjög skemmtileg deild, landsbyggðarflakk. Það var svo mjög gaman fyrir okkur ÍR-inga að komast upp. Þetta var alvöru rússíbani fyrir okkur. Við byrjuðum mjög vel en svo lentum við í alvöru lægð. Þegar við vorum í sjöunda sæti um mitt tímabil þá var maður kannski alveg alltaf að hugsa um að fara upp þó maður hefði alltaf trú á liðinu. Síðan komumst við á skrið og í lokin, þá held ég að það hafi verið rétt að við fórum upp. Mér fannst við vera með besta liðið í deildinni."

„Strákarnir þroskuðust mikið og líka í mótlætinu. Ég held að margir hafi tekið skref og orðið betri. Við fengum líka flotta stráka inn í glugganum sem voru frábærir fyrir okkur. Liðsheildin var sterk og það var góð stemning í hópnum. Það fleytir liðum langt."

Eftirminnilegasti leikur sumarsins var í næst síðustu umferðinni þegar ÍR vann 4-2 sigur gegn KFA eftir að hafa verið 0-2 undir. Það var algjör lykilleikur fyrir bæði lið í baráttunni um að komast upp.

„Jú, hann var mjög skemmtilegur. Manni leist ekkert á þetta í fyrri hálfleik þegar við gátum ekki neitt og vorum lentir 2-0 undir eftir 20 mínútur eða eitthvað. En maður vissi alveg hvað bjó í liðinu. Við tókum gott spjall í hálfleik og tókum þetta í seinni. Það var mjög gaman. Þar sýndu strákarnir fáránlega góðan karakter. Það er ekki auðvelt þegar ekkert er að ganga upp að rífa sig í gang, en þetta var bara flott hjá strákunum," segir Jóhann Birnir

Voru búnir að ræða það sín á milli
Jóhann Birnir hafði verið að þjálfa hjá FH áður en hann tekur við ÍR með Árna Frey. Af hverju ákveður hann að fara í Breiðholtið?

„Árni tekur náttúrulega við á miðju tímabili árið áður. Ég og Árni þekkjumst vel og vorum búnir að ræða það okkar á milli að ef eitthvað svona myndi gefast hjá öðrum hvorum okkar, þá myndum við taka hinn með. Það er mjög gott að vinna með Árna. Svo finnst mér þetta mjög spennandi verkefni og eitthvað sem ég vil taka þátt í. Ég sé ekki eftir að hafa farið þangað," segir Jóhann.

„Árni er mjög hress og við erum á margan hátt ólíkir persónuleikar, en samt með sömu sýn á fótboltann. Þetta er bara gaman."

Ætti frekar að berjast um að komast upp í efstu deild
ÍR var síðast í Lengjudeildinni 2018 og það er kominn tími á að liðið sé í þessari deild.

„Það er mjög tímabært að ÍR sé allavega í næst efstu deild," segir þjálfarinn. „Í raun ætti ÍR að að vera félag sem ætti frekar að verja að berjast um að komast í efstu deild en að flakka á milli 1. deildar og 2. deildar. Þetta er langþráð og það verður gaman að keppa við hörku félög sem eru í þessari deild. Það er skemmtilegt verkefni."

ÍR spilar við Keflavík, uppeldisfélag Jóhanns, í fyrsta leik í deildinni þann 3. maí næstkomandi.

„Það verður gaman. Það verður mjög skrítið fyrir mig persónulega en gaman á sama tíma."

En hver eru markmiðin fyrir sumarið?

„Við erum ekki búnir að setjast niður og ræða það sérstaklega, en deildin er þannig að ég held að það séu góðir möguleikar á að gera eitthvað skemmtilegt. Það er þannig núna að ef þú lendir í fimmta sæti, að þá ertu kominn í umspil og gætir hugsanlega farið upp. Aðalatriðið núna er held ég að festa sig í sessi og svo tökum við stöðuna."

Hægt er að horfa á viðtalið í heild sinni í spilaranum hér fyrir neðan.
Athugasemdir
banner
banner
banner