Sane, Bruno og Zubimendi orðaðir við Arsenal - Útsendarar Liverpool fylgjast með Hato - Tilboði Man Utd í De Jong var hafnað
   mið 29. janúar 2025 10:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Dorgu flýgur yfir til Manchester
Patrick Dorgu mun í dag fljúga yfir til Manchester þar sem hann skrifar undir hjá Manchester United.

Man Utd komst í gærkvöldi að samkomulagi við ítalska félagið Lecce um kaup á Dorgu. Áður hafði leikmaðurinn náð samkomulagi við enska félagið.

United mun borga um 35 milljónir evra fyrir þennan danska vinstri bakvörð sem fer á Carrington, æfingasvæði Man Utd, í dag og skrifar undir.

Enska félagið hefur þurft á vinstri bakverði að halda þar sem Luke Shaw er meiddur og Tyrell Malacia hefur ekki fundið sig.

Dorgu er aðeins tvítugur og verður spennandi að sjá hvernig hann aðlagast enska boltanum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner