Southampton hefur borist 8 milljóna punda tilboð í enska hægri bakvörðinn Kyle Walker-Peters. Sky Sports greinir frá þessu í kvöld.
                
                
                                    Walker-Peters verður samningslaus eftir þetta tímabil og er því frjálst að ræða við önnur félög.
Tyrkneska félagið Galatasaray er hins vegar mjög örvæntingafullt og þarf á bakverði að halda, en félagið hefur lagt fram 8 milljóna punda tilboð sem Southampton íhugar nú vel og vandlega.
Samkvæmt Sky hefur Walker-Peters ekki áhuga á að fara frá Southampton í þessum glugga og vill heldur fara á frjálsri sölu í sumar.
Þessi 27 ára gamli leikmaður kom ferlinum á flug er hann gekk í raðir Southampton frá Tottenham fyrir fimm árum. Hann lék aðeins 24 leiki á þremur tímabilum sínum með Tottenham, en hefur leikið 179 leiki með Southampton.
Hann var algerlega frábær er Southampton kom sér upp í ensku úrvalsdeildina á síðustu leiktíð og var valinn í lið ársins í B-deildinni.
Varnarmaðurinn á 2 A-landsleiki að baki með Englandi.
Athugasemdir
                                                                
                                                        
 
        
 
         
     
                    
        
         
                        
        
         
                                                                        
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                            
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                    
                        
        
         
                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                                        
                        
        
         
                
