lau 29. febrúar 2020 15:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Lengjubikarinn: Valur afgreiddi ÍBV í fyrri hálfleik
Siggi Lár skoraði tvö mörk í dag.
Siggi Lár skoraði tvö mörk í dag.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Valur 4 - 1 ÍBV
1-0 Kaj Leó í Bartalsstovu ('10 )
2-0 Sigurður Egill Lárusson ('40 )
3-0 Kristinn Freyr Sigurðsson ('43 )
4-0 Sigurður Egill Lárusson ('44 )
4-1 Jose Enrique Seoane Vergara ('65)

Valur tók á móti ÍBV á Origo vellinum í 3. umferð riðils 4 í A-deild Lengjubikarsins í dag. Valur var með þrjú stig eftir fyrstu tvo leiki sína á meðan ÍBV var á toppi riðilsins með tvo sigra.

Valur leiddi með einu marki þegar kom að fertugustu mínútu en þá skoraði liðið þrjú mörk skömmu fyrir hálfleik. Sigurður Egill Lárusson og Kristinn Feyr Sigurðsson skoruðu þau en áður hafði Kaj Leó komið heimamönnum yfir.

Gestirnir minnkuðu muninn í seinni hálfleik en tókst ekki að skora fleiri en eitt mark og því vann Valur öruggan sigur. Jose Sito skoraði markið á 65. mínútu.

Valur mætir Stjörnunni í næsta leik á miðvikudag og ÍBV mætir Vestra eftir rúma viku. Valur leikur í efstu deild en ÍBV í næstefstu deild.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner