Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   fim 29. febrúar 2024 09:47
Hafliði Breiðfjörð
Gummi Torfa orðinn formaður knattspyrnudeildar Fram
Gummi Torfa ásamt annarri goðsögn hjá félaginu, Pétri Ormslev.
Gummi Torfa ásamt annarri goðsögn hjá félaginu, Pétri Ormslev.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Agnar Þór lætur af embætti hjá Frömurum.
Agnar Þór lætur af embætti hjá Frömurum.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðmundur Torfason var í gærkvöldi kjörinn formaður knattspyrnudeildar Fram á aðalfundi deildarinnar sem fór fram í Lambhagahöllinni.

Guðmundur Torfason er goðsögn hjá Fram þar sem hann lék um árabil og þjálfaði liðið síðar.

Hann er einn af þeim sem deila markameti efstu deildar en hann skoraði 19 mörk með Fram tímabilið 1986 en þá voru aðeins spilaðar 18 umferðir, ekki 27 eins og í dag.

Agnar Þór Hilmarsson hefur verið formaður knattspyrnudeildarinnar undanfarin ár en lætur nú af störfum. Ný stjórn sem var kosin í gær er hér að neðan.

Guðmundur Torfason - formaður
Axel Arnar Finnbjörnsson - varaformaður
Daníel Arnar Magnússon - gjaldkeri
Kristinn Bjarnason - ritari
Alexander Þórsson - meðstjórnandi
Daði Arnarsson - meðstjórnandi
Elín Þóra Böðvarsdóttir - meðstjórnandi
Hrafn Garðarsson - meðstjórnandi
Sigurður Hrannar Björnsson - meðstjórnandi
Þorgrímur Haraldsson - meðstjórnandi
Athugasemdir
banner
banner