Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
banner
   fim 29. febrúar 2024 22:07
Brynjar Ingi Erluson
Segir son sinn ekki á förum frá Leverkusen
Mynd: Getty Images
Faðir þýska leikmannsins Florian Wirtz telur það líklegast að leikmaðurinn verði áfram hjá Bayer Leverkusen í að minnsta kosti eitt ár til viðbótar.

Wirtz er einn allra besti leikmaður Þýskalands um þessar mundir, en hann hefur verið mikilvægur hlekkur í liðinu sem trónir á toppnum í þýsku deildinni.

Þessi tvítugi sóknartengiliður hefur verið orðaður við Liverpool, Manchester City og Real Madrid síðustu vikur, en útlit er fyrir að hann verði áfram hjá Leverkusen.

„Florian er samningsbundinn Leverkusen til 2027. Það er um það bil tíminn sem hann mun eyða hjá félaginu. Það er ekkert hægt að segja hvað gerist eftir það, en við ættum að bíða með ákvörðun næstu tvö árin og sjá hvert vegurinn leiðir hann,“ sagði Hans Wirtz, faðir leikmannsins í viðtali við Kölner Stadt Anzeiger.

Framtíð Wirtz gæti auðvitað ráðist á því hvort Xabi Alonso verði áfram þjálfari liðsins eða ekki. Mörg félög munu horfa til Jeremie Frimpong, Victor Boniface og Alex Grimaldo í sumarglugganum, en hvort Leverkusen sé reiðubúið að selja þá er óvitað að svo stöddu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner